Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar 4. september 2025 07:02 Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF).
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar