Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 13:04 Saddur köttur og óhrædd rotta? Eða kannski bara tveir góðir félagar? Vesturbæingar sem áttu ferð um Hofsvallagötuna síðdegis í gær ráku eflaust upp stór augu þegar við blasti friðsæll fundur kattar og rottu. Kötturinn virtist saddur og rottan óhrædd. En hvað entist friðurinn lengi? Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan: Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
Sunna Guðnadóttir birti mynd af fundi dýranna á Vesturbæjar-grúppunni á Facebook rétt fyrir sex í gær. Myndin vakti skiljanlega mikil viðbrögð, grínistar fóru á stjá og ýmsar kenningar spunnar um fundinn. „Þarna er örugglega verið að taka upp einhverja Hollywood- eða Disneymynd!“ skrifaði Bryndís Björgvins við færsluna. Atli Björnsson tók í svipaðan streng: „Íslensku Tommi og Jenni á ferð um Reykjavíkina.“ „Rottan er eins og hún sé að kalla á félaga sína að koma,“ skrifaði Egill Helgason, menningarspekúlant, sem hafði greinilega rýnt í líkamstjáninguna. Eiríkur Garðar Einarsson hafði séð rottu og kött á Hofsvallagötu nema hvað hlutverkin voru þar öfugsnúin: „Ég sá einu sinni risastóra rottu hlaupa á eftir ketti á harðahlaupum niður þessa götu, var alveg mögnuð sjón.“ Linda Jóhannsdottir var með svör á reiðum höndum um af hverju kisinn óð ekki í rottuna: „Kettir veiða ekki fullvaxnar rottur, þær eru of óhræddar og kötturinn ekki svangur. No worries nema ef manneskja skyldi keyra yfir rottugreyið.“ Ekki með neitt „brjálað veiðieðli“ Stóra spurningin er: Hvað varð um félagana tvo eftir að myndin var tekin? Fréttastofa heyrði hljóðið í Vesturbæingnum Sunnu Guðnadóttur sem sagði fósturmóður sína, sem er í heimsókn frá Kanada, hafði fangað þessa skemmtilegu sýn þar sem þær voru á göngu um hverfið. „Rottuunginn hljóp inn í garð og kisa reyndi að elta hann en stoppaði við garðvegginn,“ sagði Sunna um hvað gerðist næst og bætti við: „Kisinn virtist ekki vera með neitt brjálað veiðieðli.“ Og þannig fór um sjóferð þá. Umferð stöðvuð á Snorrabraut Í miðjum skrifum um vinina í Vesturbæ heyrði blaðamaður af annarri skemmtilegri uppákomu sem tengdist rottu og ketti á Snorrabraut. Þar hafði rólyndisrotta plantað sér milli akreina á miðri götunni, vakið forvitni kattar í hverfinu og um leið stöðvað ferð sjúkrabíls. Kötturinn beið og beið eftir því að bílarnir keyrðu framhjá og rottan ætlaði ekki að haggast. Á endanum ákvað rottan að flýja af vettvangi og fylgdi kötturinn á hæla hennar eins og sjá má hér að neðan:
Dýr Umferð Reykjavík Kettir Grín og gaman Tengdar fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19. ágúst 2025 10:08