Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2025 12:40 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sýndi á spilin á fundi með fulltrúum atvinnulífsins í morgun, Vísir/Ívar Fannar Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Ríkistjórnin efndi til samtals við fulltrúa atvinnuveganna á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Hún greindi frá skipan fimm manna atvinnustefnuráðs sem mun leiða vinnuna. Athygli vekur að þau sem það skipa eru ekki fulltrúar atvinnulífsins og hagsmunaaðilar sem gjarnan fylla slík ráð, á borð við Samtök atvinnulífsins eða Ferðaþjónustunnar. Í ráðinu sitja þau Nana Bule, ráðgjafi hjá Goldman Sachs, Robert Jan-Smits, fyrrverandi Forseti tækniháskólans í Eindhoven, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og aðstoðarforstjóri Alvotech. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það væri engin tilviljun að hagsmunahóparnir væru ekki hluti af ráðinu. Hún hafi ekki viljað fulltrúa hagsmunahópanna þannig að niðurstaðan væri: „Fimm manna hópur þar sem er verið að „lobbýera“ fyrir sinn geira og niðurstaðan verður minnsti samnefnari allra. Ég vil það ekki,“ sagði Kristrún. Þá greindi hún frá því að fyrstu skrefin hefðu verið ákveðin í nýrri stefnu, til dæmis einföldun leyfisveitingaferlis í orkumálum, áframhaldandi stuðningur við rannsóknir og þróun en markið verður sett í þrjú og hálft prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Kristrún segir að mikil áhersla verði lögð á landsbyggðina. „Tími stórframkvæmda er runninn upp að nýju. Við ætlum að beita okkur fyrir stórum verkefnum meðal annars til að koma kjölfestu fjárfestingum út fyrir höfuðborgarsvæðið. Það verður auðvitað alltaf áhersla hérna þar sem öll störfin eru; hér í Reykjavík og nær samfélögum en við þurfum að beita okkur sérstaklega til að fá svæðisbundinn hagvöxt út á landi.“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir að það muni ekki standa á henni að liðka fyrir uppbyggingu. „Ég ætla að einfalda byggingareglugerðir einfaldlega þannig að það verði meiri skilvirkni og ekki þessir rosalegu tafarleikir sem fólk hefur þurft að horfast í augu við. Alltaf einhversstaðar á bið eftir einföldustu hlutum sem hafa verið gerðir of flóknir í þessu kerfi. Minn sómi liggur þar að fá að einfalda þetta kerfi og ég mun vinna ótrauð í því áfram og áfram. Ég er bara rétt að byrja,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Stjórnsýsla Atvinnurekendur Ferðaþjónusta Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira