Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 4. september 2025 15:00 Það loga gul ljós í mælaborðinu í bílnum mínum þegar ég set hann í gang og hann gefur frá sér skrítin hljóð. Ég má hins vegar ekkert vera að því að láta líta á þetta. Ég hef hreinlega ekki orku í að vera að standa í svona veseni núna. Hvað þá að ég hafi efni á að fara með hann í rándýra viðgerð. Bíldruslan kemur mér á milli staða þó þessi ljós logi. Svo hætta ljósin að vera gul og rauð ljós fara að loga í mælaborðinu. Enn hef ég ekki tíma, orku eða fjárráð til að gera eitthvað í málinu. Það er auðveldara að forðast bara að hugsa um þetta, svo lengi sem bíllinn kemur mér á milli staða. Eða hvað, er það auðveldara, ódýrara, sparar það mér tíma og orku að hunsa þessi viðvörunarljós? Er ekki líklegt að ljósin hætti á endanum að loga og bíllinn hætti hreinlega að koma mér á milli staða? Það virðist vera manninum eðlislægt að vilja forðast það sem er óþægilegt og erfitt. Það langar engan að líða illa og þess vegna erum við oft tilbúin að leggja talsvert mikið á okkur til að forðast það sem lætur okkur líða illa. Forðast vandamálin. Forðast til dæmis aðstæður, minningar og tilfinningar. En á sama tíma og það virðist vera manninum eðlislægt að forðast það sem lætur okkur líða illa þá er það æði oft þannig að það að forðast vandamálin leysir þau alls ekki, gerir málin jafnvel enn verri og á endanum getum við setið uppi með enn verri líðan en í upphafi. Vandinn hverfur ekki sama hversu mikið við reynum að forðast hann. Undanfarin tæp tvö ár höfum við horft á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Við höfum fengið fréttir og myndefni daglega af óbærilegum hryllingi. Þessar fréttir og myndir skapa óhjákvæmilega mjög erfiða líðan hjá flestum ef ekki öllum. Hjá mörgum hafa viðbrögðin verið að líta undan. Forðast eins og heitan eldinn að vera minnt á þennan hrylling. Þetta skapar of erfiðar tilfinningar og það er óskiljanlegt hvernig svona hryllingur getur átt sér stað. En það að forðast og líta undan lætur þjóðarmorðið ekki hverfa og er jafnvel hluti af því að svona hryllingur getur átt sér stað. Ef nógu margir líta bara undan þá breytist ekkert og hryllingur eins og þjóðarmorð endurtekur sig. Ljósin hætta að vera gul, verða rauð og á endanum hætta þau líklega að loga ef ekkert er að gert. Það er ekki í valdi venjulegra einstaklinga að stöðva þjóðarmorð og vanmáttartilfinningin getur orðið yfirþyrmandi. Allir geta hinsvegar lagt sín litlu lóð á vogarskálarnar og líklega er það betri aðferð til lengri tíma litið en að forðast og líta endalaust undan. Við viljum ekki að ljósin slokkni, við viljum ekki svona hrylling og við viljum reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir svona hrylling. Auðvitað þarf hver og einn að meta hvað hann hefur heilsu og orku til að gera en allir geta gert eitthvað. Hér á eftir koma nokkrar einfaldar tillögur að aðgerðum sem geta skipt sköpum ef nógu margir taka þátt. 1. Mæta á mótmæli og samstöðufundi. Með því er hægt að sýna samstöðu á sama tíma og settur er þrýstingur á ráðafólk að grípa til aðgerða sem skipta máli. Það er líka gott fyrir sálina að finna hversu mörgum stendur ekki á sama og finna kraftinn sem fylgir samkenndinni. Næst á dagsrká er samstöðufundurinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem fram fer víðsvegar um land á laugardaginn klukkan 14:00. Að fundinum standa heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, mannúðarsamtök, fagfélög og önnur samtök. Tilgangurinn er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast þess að íslensk ríkisstjórn grípi til alvöru aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu. Sjá Facebook síðu Þjóð gegn þjóðarmorði. 2. Sniðganga er einföld en kröftug leið til að sýna samstöðu og hafa áhrif. Með sniðgöngu geta einstaklingar beitt fyrirtæki sem styðja aðskilnaðarstefnu og árásir Ísraelsríkis þrýstingi. Sniðganga felst meðal annars í að forðast að kaupa vörur frá ákveðnum fyrirtækjum. Listi yfir þau vörumerki sem íslenska sniðgönguhreyfingin leggur áherslu á að séu sniðgengin er ekki langur eða flókinn og hann má meðal annars finna á vefsíðunni https://snidganga.is 3. Bera vitni. Það eru skýr skilaboð frá fólki í Palestínu að það óskar eftir því að við sendum þeim og heiminum öllum skýr skilaboð um að við sjáum þau og heyrum. Það getum við meðal annars gert með því að deila færslum tengdum málefnum Palestínu á samfélagsmiðlum. Það er líka hægt að gefa færslum vægi með því að merkja við þær og skrifa við þær athugasemdir. Þannig getum við haft áhrif á að fleiri sjá færslurnar. Fyrir þá sem treysta sér til er líka hægt að vera í beinu sambandi við fólk í Palestínu í gegnum samfélagsmiðla og spjallforrit. 4. Styrkja fólk fjárhagslega. Það er staðfest að það er manngerð hungursneyð á Gaza. Hjálpargögn berast í mjög takmörkuðu magni og þar sem þeim er úthlutað er fólk myrt með köldu blóði. Fólk reynir því að kaupa vörur á mörkuðum en þar er matur og aðrar nauðsynjar á uppsprengdu verði. Fólk hættir ekki að þurfa mat, lyf, dömubindi, bleyjur, föt, þak yfir höfuðið og svo framvegis þó að það sé þjóðarmorð í gangi og þessir hlutir kosta peninga, það vitum við vel. Hér getum við lagt okkar af mörkum. Hægt er að styrkja fólk beint með því að leggja inn á söfnunarreikninga en ég bendi einnig á Vonarbrú sem er almannaheillafélag sem styrkir um það bil 70 ungar barnafjölskyldur á Gaza. Þeim sem vilja styrkja Vonarbrú er bent á heimasíðu félagsins https://vonarbru.is/ Það er mannlegt og eðlilegt að finna fyrir tilfinningum eins og vonleysi og vanmáttarkennd þegar við horfum upp á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Auðvitað er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér á tímum sem þessum og auðvitað þurfum við líka stundum að líta undan. Það er mikilvægt að við gleymum okkur líka í leik og starfi og sinnum heilsunni, fjölskyldu, vinum og daglega lífinu okkar. Að verða vitni að þjóðarmorði eru þungar byrðar að bera og enginn ætti að reyna að bera þær einn en munum að hryllingurinn hættir ekki að eiga sér stað þó að við lítum öll undan, þannig þrífst hann. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það loga gul ljós í mælaborðinu í bílnum mínum þegar ég set hann í gang og hann gefur frá sér skrítin hljóð. Ég má hins vegar ekkert vera að því að láta líta á þetta. Ég hef hreinlega ekki orku í að vera að standa í svona veseni núna. Hvað þá að ég hafi efni á að fara með hann í rándýra viðgerð. Bíldruslan kemur mér á milli staða þó þessi ljós logi. Svo hætta ljósin að vera gul og rauð ljós fara að loga í mælaborðinu. Enn hef ég ekki tíma, orku eða fjárráð til að gera eitthvað í málinu. Það er auðveldara að forðast bara að hugsa um þetta, svo lengi sem bíllinn kemur mér á milli staða. Eða hvað, er það auðveldara, ódýrara, sparar það mér tíma og orku að hunsa þessi viðvörunarljós? Er ekki líklegt að ljósin hætti á endanum að loga og bíllinn hætti hreinlega að koma mér á milli staða? Það virðist vera manninum eðlislægt að vilja forðast það sem er óþægilegt og erfitt. Það langar engan að líða illa og þess vegna erum við oft tilbúin að leggja talsvert mikið á okkur til að forðast það sem lætur okkur líða illa. Forðast vandamálin. Forðast til dæmis aðstæður, minningar og tilfinningar. En á sama tíma og það virðist vera manninum eðlislægt að forðast það sem lætur okkur líða illa þá er það æði oft þannig að það að forðast vandamálin leysir þau alls ekki, gerir málin jafnvel enn verri og á endanum getum við setið uppi með enn verri líðan en í upphafi. Vandinn hverfur ekki sama hversu mikið við reynum að forðast hann. Undanfarin tæp tvö ár höfum við horft á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Við höfum fengið fréttir og myndefni daglega af óbærilegum hryllingi. Þessar fréttir og myndir skapa óhjákvæmilega mjög erfiða líðan hjá flestum ef ekki öllum. Hjá mörgum hafa viðbrögðin verið að líta undan. Forðast eins og heitan eldinn að vera minnt á þennan hrylling. Þetta skapar of erfiðar tilfinningar og það er óskiljanlegt hvernig svona hryllingur getur átt sér stað. En það að forðast og líta undan lætur þjóðarmorðið ekki hverfa og er jafnvel hluti af því að svona hryllingur getur átt sér stað. Ef nógu margir líta bara undan þá breytist ekkert og hryllingur eins og þjóðarmorð endurtekur sig. Ljósin hætta að vera gul, verða rauð og á endanum hætta þau líklega að loga ef ekkert er að gert. Það er ekki í valdi venjulegra einstaklinga að stöðva þjóðarmorð og vanmáttartilfinningin getur orðið yfirþyrmandi. Allir geta hinsvegar lagt sín litlu lóð á vogarskálarnar og líklega er það betri aðferð til lengri tíma litið en að forðast og líta endalaust undan. Við viljum ekki að ljósin slokkni, við viljum ekki svona hrylling og við viljum reyna að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir svona hrylling. Auðvitað þarf hver og einn að meta hvað hann hefur heilsu og orku til að gera en allir geta gert eitthvað. Hér á eftir koma nokkrar einfaldar tillögur að aðgerðum sem geta skipt sköpum ef nógu margir taka þátt. 1. Mæta á mótmæli og samstöðufundi. Með því er hægt að sýna samstöðu á sama tíma og settur er þrýstingur á ráðafólk að grípa til aðgerða sem skipta máli. Það er líka gott fyrir sálina að finna hversu mörgum stendur ekki á sama og finna kraftinn sem fylgir samkenndinni. Næst á dagsrká er samstöðufundurinn Þjóð gegn þjóðarmorði sem fram fer víðsvegar um land á laugardaginn klukkan 14:00. Að fundinum standa heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, mannúðarsamtök, fagfélög og önnur samtök. Tilgangurinn er að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast þess að íslensk ríkisstjórn grípi til alvöru aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu. Sjá Facebook síðu Þjóð gegn þjóðarmorði. 2. Sniðganga er einföld en kröftug leið til að sýna samstöðu og hafa áhrif. Með sniðgöngu geta einstaklingar beitt fyrirtæki sem styðja aðskilnaðarstefnu og árásir Ísraelsríkis þrýstingi. Sniðganga felst meðal annars í að forðast að kaupa vörur frá ákveðnum fyrirtækjum. Listi yfir þau vörumerki sem íslenska sniðgönguhreyfingin leggur áherslu á að séu sniðgengin er ekki langur eða flókinn og hann má meðal annars finna á vefsíðunni https://snidganga.is 3. Bera vitni. Það eru skýr skilaboð frá fólki í Palestínu að það óskar eftir því að við sendum þeim og heiminum öllum skýr skilaboð um að við sjáum þau og heyrum. Það getum við meðal annars gert með því að deila færslum tengdum málefnum Palestínu á samfélagsmiðlum. Það er líka hægt að gefa færslum vægi með því að merkja við þær og skrifa við þær athugasemdir. Þannig getum við haft áhrif á að fleiri sjá færslurnar. Fyrir þá sem treysta sér til er líka hægt að vera í beinu sambandi við fólk í Palestínu í gegnum samfélagsmiðla og spjallforrit. 4. Styrkja fólk fjárhagslega. Það er staðfest að það er manngerð hungursneyð á Gaza. Hjálpargögn berast í mjög takmörkuðu magni og þar sem þeim er úthlutað er fólk myrt með köldu blóði. Fólk reynir því að kaupa vörur á mörkuðum en þar er matur og aðrar nauðsynjar á uppsprengdu verði. Fólk hættir ekki að þurfa mat, lyf, dömubindi, bleyjur, föt, þak yfir höfuðið og svo framvegis þó að það sé þjóðarmorð í gangi og þessir hlutir kosta peninga, það vitum við vel. Hér getum við lagt okkar af mörkum. Hægt er að styrkja fólk beint með því að leggja inn á söfnunarreikninga en ég bendi einnig á Vonarbrú sem er almannaheillafélag sem styrkir um það bil 70 ungar barnafjölskyldur á Gaza. Þeim sem vilja styrkja Vonarbrú er bent á heimasíðu félagsins https://vonarbru.is/ Það er mannlegt og eðlilegt að finna fyrir tilfinningum eins og vonleysi og vanmáttarkennd þegar við horfum upp á þjóðarmorð í beinni útsendingu. Auðvitað er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér á tímum sem þessum og auðvitað þurfum við líka stundum að líta undan. Það er mikilvægt að við gleymum okkur líka í leik og starfi og sinnum heilsunni, fjölskyldu, vinum og daglega lífinu okkar. Að verða vitni að þjóðarmorði eru þungar byrðar að bera og enginn ætti að reyna að bera þær einn en munum að hryllingurinn hættir ekki að eiga sér stað þó að við lítum öll undan, þannig þrífst hann. Höfundur er sálfræðingur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun