„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 15:22 Líkt og aðrir leikmenn Íslands átti Tryggvi lakan leik gegn Frakklandi. vísir / hulda margrét Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum