Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2025 17:02 Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Lilja Björk Guðmundsdóttir Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um árabil hafa Samtök iðnaðarins ásamt fleiri hagsmunasamtökum kallað eftir breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits. Vegur þar þyngst ósamræmi í framkvæmd eftirlitsaðila milli landssvæða og skortur á yfirsýn. Afleiðingarnar eru að fyrirtæki á landsvísu hafa búið við mismunandi starfs- og rekstrarskilyrði sem skapar ófyrirsjáanleika og ójafnræði milli aðila á markaði. Málið á sér aðdraganda og hefur verið til skoðunar hjá stjórnvöldum síðastliðin ár. Starfshópar hafa verið skipaðir, úttektir lagðar fram, skýrslur eftirlitsstofnana birtar ásamt því að farið hefur fram samráð við hagaðila. Í október 2023 lagði starfshópur þáverandi umhverfisráðherra til að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga yrði lagt niður og eftirlitið fært til ríkisins. Lagðar voru fram þrjár sviðsmyndir sem fólu í sér fækkun heilbrigðiseftirlitssvæða ásamt yfirfærslu til ríkisins. Starfshópurinn taldi löngu tímabært að ráðist yrði í heildstæða endurskoðun á kerfinu með vísan í ósamræmi, flókna stjórnsýslu og skort á yfirsýn. Þá sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) formlegt bréf til stjórnvalda í júlí 2024 þar sem fram kom að stjórnsýsla á sviði matvæla- og heilbrigðiseftirlits hérlendis væri hvorki nægjanlega samræmd né stöðug. Þessum athugasemdum ber að taka alvarlega. Ef ekkert er aðhafst getur Ísland talist brotlegt við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins að ótöldum kostnaðarsömum afleiðingum fyrir íslenska framleiðendur. Á meðan hafa aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins mörg hver staðið frammi fyrir ósamræmi í framkvæmd með tilheyrandi óhagræði. Í greiningu Samtaka iðnaðarins frá janúar 2024 kom fram að stjórnendur iðnfyrirtækja töldu nauðsynlegt að skapa einfaldara og samhæfðara kerfi milli sveitarfélaga, auka gagnsæi hvað varðar ferla og stöðu mála ásamt því að auka fyrirsjáanleika við eftirlit. Tvö ráðuneyti, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti, hafa nú svarað ákallinu með áætlun um að eftirlit verði fært frá stofnunum sveitarfélaga til ríkisins. Með breytingunum fækkar framkvæmdaraðilum eftirlits úr ellefu í tvo og verður þannig stuðlað að samræmdu og einfaldara eftirliti um land allt. Samtök iðnaðarins fagna fyrirhugaðri breytingu og telja hana stórt framfaraskref til að tryggja samræmda og skilvirka framkvæmd sem stuðli að auknum fyrirsjáanleika. Að því sögðu þarf að tryggja að sú sérfræðiþekking sem er til staðar á landsbyggðinni haldi og eftirlitsaðilar séu í nálægð við fyrirtækin um land allt. Vonir eru bundnar við að samræmd framkvæmd bæti rekstrarskilyrði og styrki þannig samkeppnishæfni iðnfyrirtækja samfélaginu til heilla, á sama tíma og öryggi neytenda er tryggt. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun