Handbolti

Fram byrjar tíma­bilið á sterkum úti­sigri í Kapla­krika

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Kárason fór mikinn.
Rúnar Kárason fór mikinn. Vísir/Diego

Fram sótti FH heim í 1. umferð efstu deildar karla í handbolta. Reyndust lokatölur í Kaplakrika 25-29 og fóru gestirnir því heim með stigin tvö.

Fram var sterkari aðilinn frá upphafi og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, staðan þá 12-16. Hélst sá munur út leikinn og vann Fram á endanum fjögurra marka sigur.

Rúnar Kárason var markahæstur í liði gestanna með átta mörk. Þar á eftir kom Ívar Logi Styrmisson með sjö mörk.

Hjá FH voru Þórir Ingi Þorsteinsson og Símon Michael Guðjónsson markahæstir með fimm mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×