Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar 4. september 2025 22:12 Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun