Innlent

Tveir á sjúkra­hús eftir harðan á­rekstur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tilkynning barst lögreglu á tíunda tímanum.
Tilkynning barst lögreglu á tíunda tímanum. Vísir/Vilhelm

Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld.

Bjarni Ingimarsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Tveir bílar, báðir með einn innanborðs, hafi lent saman. Ökumennirnir hafi verið fluttir á bráðamóttöku til frekari skoðunar en Bjarna er ekki kunnugt um ástand þeirra. 

Bjarni segir að liðsauki frá slökkviliðinu hafi verið sendur til að hreinsa upp brak af veginum eftir slysið. 

Tilkynning barst slökkviliði á tíunda tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×