Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2025 07:30 Jalen Carter hrækir á Dak Prescott þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum. X NFL-tímabilið hófst í nótt þegar NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu 24-20 sigur á Dallas Cowboys. Leikurinn byrjaði þó skelfilega fyrir meistarana. Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025 NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025
NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira