Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2025 07:30 Jalen Carter hrækir á Dak Prescott þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum. X NFL-tímabilið hófst í nótt þegar NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu 24-20 sigur á Dallas Cowboys. Leikurinn byrjaði þó skelfilega fyrir meistarana. Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025 NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira
Eagles missti nefnilega einn sinn besta varnarmann af velli eftir aðeins sex sekúndna leik. Eagles hafði þá sparkað frá sér boltanum og leikmenn Dallas Cowboys voru að undirbúa sig fyrir að hefja fyrstu sókn tímabilsins. Jalen Carter er frábær varnarmaður og einn sá besti í sinni stöðu í NFL deildinni en hann missti algjörlega hausinn í einhverjum sálfræðileik. Here is Jalen Carter spitting on Dak Prescott: pic.twitter.com/4F5BjEDLHf— Adam Schefter (@AdamSchefter) September 5, 2025 Hann gekk upp að þyrpingu Dallas manna og að leikstjórnandanum Dak Prescott. Þegar þeir stóðu á móti hvorum öðrum þá féllu nokkur orð en svo tók Carter allt í einu upp á því að hrækja á Prescott. Því miður fyrir Carter þá stóð dómari við hlið þeirra og sá hrákuna vel. Hann var fljótur að henda upp gula flagginu. Dómararnir töluðu síðan saman og tilkynntu að Carter væri fyrir þetta útilokaður frá leiknum. Þarna voru aðeins sex sekúndur liðnar af leiknum. Á þessum sex sekúndum hafði Eagles leikmaðurinn Ben VanSumeren einnig meitt sig illa þannig að hann var keyrður af velli á hnjaskvagninum. Dallas liðið skoraði strax í fyrstu sókn sinni en Eagles svaraði strax. Eagles var einu stigi yfir í hálfleik, 21-20, eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik en það var síðan bara skorað eitt vallarmark í seinni hálfleiknum. Eagles menn skoruðu það og unnu 24-20 en gera þurfti 65 mínútna hlé á leiknum í seinni hálfleik vegna eldingahættu. Leikurinn var stöðvaður þegar 4:44 mínútur voru eftir af þriðja og staðan var 24-20. Ekkert var skorað eftir að leikurinn hófst á ný. Leikstjórnandinn Jalen Hurts skoraði tvö snertimörk fyrir Eagles og Saquon Barkley eitt. Hlauparinn Javonte Williams skoraði tvö snertimörk fyrir Dallas og sparkarinn Brandon Aubrey skoraði tvö snertimörk. THE PLOT THICKENS. More angles and context have surfaced about Jalen Carter's ejection.📺 NBC and Peacock pic.twitter.com/2eFceHs14V— Sunday Night Football on NBC (@SNFonNBC) September 5, 2025
NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira