„Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. september 2025 12:14 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. getty/vísir/arnar Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað. Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Sjá meira
Lyfjastofnun hefur varað við ólöglegum lyfjum við sykursýki og ofþyngd en framboð þeirra í Evrópu hefur aukist til muna undanfarið. Lyfin eru gjarnan seld á fölskum netsíðum og auglýst á samfélagsmiðlum en þau eru ekki með markaðsleyfi og uppfylla engar kröfur. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun kemur fram að lyfin séu alvarleg ógn við heilsu fólks. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segist ekki hafa orðið vör við sölu umræddra lyfja hér á landi. „Þar ekkert þar með sagt að við þurfum að vita af því. Þess vegna er mikilvægt að brýna fyrir þessu. Okkur hefur ekki verið tilkynnt um þetta af tollinum eða slíku en það er ekki þar með sagt að við myndum vita það.“ Gangi kaupum og sölu á Facebook Þó séu merki um ólöglegan markað þyngdarstjórnunarlyfja á Íslandi. „Ég meina það eru bara einhverjar síður þar sem fólk eru að selja einhver lyf. Ef þetta eru einhverjar Facebook síður þá getum við ekkert annað en tilkynnt þetta til lögreglunnar. Því það er náttúrulega ólöglegt að selja lyfseðilsskyld lyf. Líklegast eru þetta lyf sem hefur verið ávísað á Íslandi en við vitum ekkert um það.“ Innan Evrópu er um hundruð falskra Facebook-síðna og sölusíðna að ræða. Opinber merki lyfjayfirvalda eru misnotuð og falskar umsagnir notaðar til að villa um fyrir neytendum. „Annað hvort eru þetta falskar Facebook-síður eða sölusíður þar sem er látið líta út fyrir að þetta séu viðurkenndir aðilar.“ Eru þetta sannfærandi svindl? „Já ég held að þetta séu mjög sannfærandi svindl.“ „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá“ Fólk er hvatt til að tilkynna ef það verður vart við ólögleg þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin geti verið lífshættuleg. „Þetta þurfa ekki að vera ólöglega framleidd lyf en þau eru kannski seld ólöglega. Síðan geta þetta verið ólögleg lyf, þannig að maður veit ekkert hvað er í þeim. Þau geta hafa verið ólöglega framleidd. Eru þau þá framleidd í heimahúsum? „Það getur bara verið alls konar. Það getur verið framleitt bara við einhverjar aðstæður sem maður ekki þekkir. Það getur verið að það sé bara búið að skipta um miða. Þetta eru náttúrulega stungulyf. Það er í besta falli vatn í þessu en í versta falli er eitthvað annað í þessu. Það geta verið pakkarnir og áletranir sem hefur verið breytt.“ Hún biðlar til fólks að kaupa alls ekki lyf á netinu. „Þá veistu bara ekkert hvað þú ert að fá.“ Hvað er það alvarlegasta sem þú hefur heyrt af varðandi afleiðingar við einhverju svona? „Það geta verið dauðsföll, Þú veist ekkert hvað er í þessu. Það komst inn á breska markaðinn eitthvað sem innihélt insúlín í staðinn fyrir þessi lyf. Það eru bara ríkar ástæður fyrir því að það sé verið að vara við þessu. Það er rík eftirspurn eftir þessu og það er verið að villa um fyrir neytendum með skipulögðum hætti,“ segir hún og ítrekar að fólk eigi að taka lyf eins og þeim er ávísað.
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Sjá meira