Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2025 12:02 Í skýrslunni segir að jafnvel þótt Rayner hafi verið í góðri trú, hefði hún átt að leita sérfræðiráðgjafar. Getty/Mark Kerrison Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Utanaðkomandi ráðgjafi, Sir Laurie Magnus, var fenginn til að meta það hvort Rayner hefði brotið gegn siðareglum ráðherra. Í skýrslu sinni til forsætisráðherrans Keir Starmer segir hann meðal annars að þrátt fyrir að Rayner hafi verið sagt að hún ætti að greiða lægri stimpilgjöld, hafi tvívegis verið ítrekað við hana að ekki væri um að ræða sérfræðiráðgjöf og að hún ætti að leita til sérfræðinga. Þetta hefði hún ekki gert og þannig ekki staðist ítrustu kröfur sem gerðar væru til ráðherra. Magnus segir að málið sé flókið; Rayner hefði selt 25 prósenta hlut sinn í fasteign fjölskyldunnar í Ashton-under-Lyne og ákveðið í kjölfari að kaupa íbúð í Hove. Hún hefði verið í góðri trú um að þar sem hún ætti ekki lengur í fasteign þyrfti hún að greiða lægri stimpilgjöld vegna kaupa á íbúðinni. Selda fasteignin var hins vegar í eigu sjóðs, sem ólögráða börn Rayner virðast eiga hlut í. Samkvæmt reglum hafi hún þannig átt hagsmuna að gæta varðandi það húsnæði og hefði átt að greiða hærri stimpilgjöld vegna íbúðarinnar. Hún hefði sjálf vísað málinu til skoðunar og sýnt fullan samstarfsvilja. Starmer hefur svarað afsögn Rayner, þar sem hann segist harma að störfum hennar hafi lokið með þessum hætti. Hún hefði hins vegar gert rétt. Sjálf segir Rayner í afsögn sinni að hún harmi mistökin og axli fulla ábyrgð á þeim. Bretland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Utanaðkomandi ráðgjafi, Sir Laurie Magnus, var fenginn til að meta það hvort Rayner hefði brotið gegn siðareglum ráðherra. Í skýrslu sinni til forsætisráðherrans Keir Starmer segir hann meðal annars að þrátt fyrir að Rayner hafi verið sagt að hún ætti að greiða lægri stimpilgjöld, hafi tvívegis verið ítrekað við hana að ekki væri um að ræða sérfræðiráðgjöf og að hún ætti að leita til sérfræðinga. Þetta hefði hún ekki gert og þannig ekki staðist ítrustu kröfur sem gerðar væru til ráðherra. Magnus segir að málið sé flókið; Rayner hefði selt 25 prósenta hlut sinn í fasteign fjölskyldunnar í Ashton-under-Lyne og ákveðið í kjölfari að kaupa íbúð í Hove. Hún hefði verið í góðri trú um að þar sem hún ætti ekki lengur í fasteign þyrfti hún að greiða lægri stimpilgjöld vegna kaupa á íbúðinni. Selda fasteignin var hins vegar í eigu sjóðs, sem ólögráða börn Rayner virðast eiga hlut í. Samkvæmt reglum hafi hún þannig átt hagsmuna að gæta varðandi það húsnæði og hefði átt að greiða hærri stimpilgjöld vegna íbúðarinnar. Hún hefði sjálf vísað málinu til skoðunar og sýnt fullan samstarfsvilja. Starmer hefur svarað afsögn Rayner, þar sem hann segist harma að störfum hennar hafi lokið með þessum hætti. Hún hefði hins vegar gert rétt. Sjálf segir Rayner í afsögn sinni að hún harmi mistökin og axli fulla ábyrgð á þeim.
Bretland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira