Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. september 2025 16:59 Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins telur tilefni til að rannsaka meint undirboð kísilmálms í kjölfar kæru PCC. Samsett Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar. Málið hófst 8. apríl þegar forsvarsmenn kísilversins PCC BakkaSilicon á Húsavík lögðu fram formlega kæru til fjármálaráðuneytisins og fóru fram á að umboðs- og jöfnunartollar yrðu lagðir á innfluttan kísilmálm. RÚV greindi fyrst frá fyrirhugaðri rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var nefndin skipuð í maí og fyrsti fundur hennar haldinn 16. maí. Þar var farið yfir niðurstöðuna og óskað eftir nánari upplýsingum frá PPC. Nefndin fundaði aftur þann 26. júní eftir að upplýsingar bárust og aftur þann 1. júlí. Vegna sumarleyfa var ákveðið að taka formlega ákvörðun á næsta fundi nefndarinnar, sem var haldinn þann 18. ágúst. Talið var að sönnunargögn sem fylgdu umsögn PPC réttlættu rannsóknina. Rannsóknin má einungis taka eitt ár frá því hún efst og lýkur henni með annað hvort frávísun eða endanlegri ákvörðun. Hins vegar þarf að ganga frá mörgum lausum endum áður en hægt er að formlega hefja rannsóknina en stefnt er á að hún hefjist í lok september. Í svörum fjármálaráðuneytisins segir að forsvarsmenn PCC hafi verið upplýstir um gang mála jafnóðum og fundað hafi verið með lögmönnum þess. Er fréttastofa hafði samband við Kára Marí Guðmundsson, forstjóra PCC, kom hann af fjöllum og vissi ekki að ráðuneytið hygðist framkvæma slíka rannsókn. Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin um stöðvun rekstursins var vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Greindi ekki frá rannsókninni tveimur vikum eftir ákvörðunina Þriðjudaginn 2. september ræddi Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Sýnar, við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra sem sagði kæruna enn í skoðun hjá ráðuneytinu, þrátt fyrir að nefndin hafi tekið ákvörðun rúmum tveimur vikum áður. „Ég geri ráð fyrir að um leið og við getum muni niðurstaða liggja fyrir,“ sagði Daði. „Þetta eru mjög umfangsmiklar kærur og svona kærur eru óvanalegar og krefjast mikils samráðs milli ráðuneyta. Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að hún kom svolítið seint fram en við reynum að flýta þessari vinnu eins og kostur er.“ Hann sagði að það lægi ekki fyrir hvort tollar yrðu settir á innfluttan kísil og færi það eftir hver niðurstaða kærunnar yrði. „Við munum taka afstöðu til þeirra og þess efnis um leið og hún liggur fyrir.“ Stóriðja Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2. september 2025 07:21 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Málið hófst 8. apríl þegar forsvarsmenn kísilversins PCC BakkaSilicon á Húsavík lögðu fram formlega kæru til fjármálaráðuneytisins og fóru fram á að umboðs- og jöfnunartollar yrðu lagðir á innfluttan kísilmálm. RÚV greindi fyrst frá fyrirhugaðri rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu var nefndin skipuð í maí og fyrsti fundur hennar haldinn 16. maí. Þar var farið yfir niðurstöðuna og óskað eftir nánari upplýsingum frá PPC. Nefndin fundaði aftur þann 26. júní eftir að upplýsingar bárust og aftur þann 1. júlí. Vegna sumarleyfa var ákveðið að taka formlega ákvörðun á næsta fundi nefndarinnar, sem var haldinn þann 18. ágúst. Talið var að sönnunargögn sem fylgdu umsögn PPC réttlættu rannsóknina. Rannsóknin má einungis taka eitt ár frá því hún efst og lýkur henni með annað hvort frávísun eða endanlegri ákvörðun. Hins vegar þarf að ganga frá mörgum lausum endum áður en hægt er að formlega hefja rannsóknina en stefnt er á að hún hefjist í lok september. Í svörum fjármálaráðuneytisins segir að forsvarsmenn PCC hafi verið upplýstir um gang mála jafnóðum og fundað hafi verið með lögmönnum þess. Er fréttastofa hafði samband við Kára Marí Guðmundsson, forstjóra PCC, kom hann af fjöllum og vissi ekki að ráðuneytið hygðist framkvæma slíka rannsókn. Síðan að kæran var lögð fram hefur rekstur PCC verið stöðvaður og alls 110 manns sagt upp, fyrst áttatíu í maí og þrjátíu til viðbótar nú í september. Aðeins átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin um stöðvun rekstursins var vegna erfiðleika á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskana á alþjóðamörkuðum í kjölfar tollastríðs. Greindi ekki frá rannsókninni tveimur vikum eftir ákvörðunina Þriðjudaginn 2. september ræddi Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Sýnar, við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra sem sagði kæruna enn í skoðun hjá ráðuneytinu, þrátt fyrir að nefndin hafi tekið ákvörðun rúmum tveimur vikum áður. „Ég geri ráð fyrir að um leið og við getum muni niðurstaða liggja fyrir,“ sagði Daði. „Þetta eru mjög umfangsmiklar kærur og svona kærur eru óvanalegar og krefjast mikils samráðs milli ráðuneyta. Ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að hún kom svolítið seint fram en við reynum að flýta þessari vinnu eins og kostur er.“ Hann sagði að það lægi ekki fyrir hvort tollar yrðu settir á innfluttan kísil og færi það eftir hver niðurstaða kærunnar yrði. „Við munum taka afstöðu til þeirra og þess efnis um leið og hún liggur fyrir.“
Stóriðja Norðurþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2. september 2025 07:21 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2. september 2025 07:21
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40