Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Siggeir Ævarsson skrifar 5. september 2025 23:16 Raheem Sterling hefur ekki leikið fótbolta í Chelsea búning síðan snemma árs 2024. Vísir/Getty Raheem Sterling náði ekki að finna sér nýtt lið áður en félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði en hann er ekki inni í myndinni til framtíðar hjá Chelsea. Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea með 325.000 pund í vikulaun sem samsvarar tæpum 60 milljónum króna. Hann er samningsbundinn Chelsea til 2027 og félagið mun því þurfa að greiða honum 30 milljónir punda í laun ef það nær ekki að selja hann. Hann var keyptur til Chelsea á 50 milljónir punda árið 2022 en síðan þá hafa þeir stjórnendur sem voru á bakvið kaupin horfið á braut og þjálfarar liðsins verið álíka margir og eyjurnar á Breiðafirði. Enzo Maresca, sem nú er stjóri Chelsea, telur sig ekki þurfa á kröftum Sterling að halda og á síðasta tímabili var hann lánaður til Arsenal þar sem hann skoraði eitt mark í bikarleik og náði heilt yfir ekki að heilla stjórnendur liðsins. Framtíð Sterling er því í algjörri óvissu. Fjölskylda hans býr í London og sonur hans æfir með unglingaliði Arsenal. Honum liggur því sennilega ekkert á að fara í lið í öðru landi en bæði Juventus og Leverkusen hafa sýnt leikmanninum áhuga. Svo er það auðvitað fíllinn í herberginu. Ef Sterling, sem verður 31 árs í desember, ákveður að klára bara samninginn sinn hjá Chelsea og sennilega spila ekki meiri fótbolta sem atvinnumaður, mun hann á næstu tveimur árum þéna 30 milljónir punda, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Þú grípur þá upphæð ekki svo glatt upp af götunni. Hvernig sem þetta mál þróast mætti sennilega kalla það kaldhæðni örlaganna ef hálaunaður knattspyrnumaður á mála hjá Chelsea ákveður að klára ferilinn í frystinum en Hollendingurinn Winston Bogarde var í fimm ár samningsbundinn Chelsea og spilaði heila níu deildarleiki og lifði sínu besta og afslappaðasta lífi á meðan. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira
Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea með 325.000 pund í vikulaun sem samsvarar tæpum 60 milljónum króna. Hann er samningsbundinn Chelsea til 2027 og félagið mun því þurfa að greiða honum 30 milljónir punda í laun ef það nær ekki að selja hann. Hann var keyptur til Chelsea á 50 milljónir punda árið 2022 en síðan þá hafa þeir stjórnendur sem voru á bakvið kaupin horfið á braut og þjálfarar liðsins verið álíka margir og eyjurnar á Breiðafirði. Enzo Maresca, sem nú er stjóri Chelsea, telur sig ekki þurfa á kröftum Sterling að halda og á síðasta tímabili var hann lánaður til Arsenal þar sem hann skoraði eitt mark í bikarleik og náði heilt yfir ekki að heilla stjórnendur liðsins. Framtíð Sterling er því í algjörri óvissu. Fjölskylda hans býr í London og sonur hans æfir með unglingaliði Arsenal. Honum liggur því sennilega ekkert á að fara í lið í öðru landi en bæði Juventus og Leverkusen hafa sýnt leikmanninum áhuga. Svo er það auðvitað fíllinn í herberginu. Ef Sterling, sem verður 31 árs í desember, ákveður að klára bara samninginn sinn hjá Chelsea og sennilega spila ekki meiri fótbolta sem atvinnumaður, mun hann á næstu tveimur árum þéna 30 milljónir punda, eða tæpa fimm milljarða íslenskra króna. Þú grípur þá upphæð ekki svo glatt upp af götunni. Hvernig sem þetta mál þróast mætti sennilega kalla það kaldhæðni örlaganna ef hálaunaður knattspyrnumaður á mála hjá Chelsea ákveður að klára ferilinn í frystinum en Hollendingurinn Winston Bogarde var í fimm ár samningsbundinn Chelsea og spilaði heila níu deildarleiki og lifði sínu besta og afslappaðasta lífi á meðan.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira