Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 23:15 Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson, stjórnarfólk í Búsetufrelsi og íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. aðsend Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. „Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis. Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt. Ekki bara vegna þess að það brýtur gegn lögum – sem Þjóðskrá benti réttilega á – heldur vegna þess að það sýnir afstöðu til íbúa sem er bæði kaldlynd og ógn við grundvallarréttindi.“ Þetta skrifar stjórnarfólk í Búsetufrelsi – samtökum fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsness- og Grafningshrepps. Þau segja að lögmaður hreppsins hafi farið fram á það við Þjóðskrá Íslands í desember síðastliðnum að hún myndi fella niður lögheimili einstaklinga sem búi í frístundahúsum á svæðinu „þrátt fyrir að viðkomandi séu raunverulega búsettir í hreppnum,“ að sögn stjórnarfólks. Lögmaðurinn hafi vísað til þess að fasteignirnar væru ekki formlega skráðar sem íbúðarhúsnæði. Hús í Grímsnesi. Ljósmyndin er úr safni. vísir/vilhelm Guðrún M. Njálsdóttir, Ragna Ívarsdóttir og Þröstur Sverrisson skipa stjórn áðurnefndra samtaka og búa í sveitarfélaginu en eru skráð með ótilgreint heimilisfang. Þau segja að Þjóðskrá hafi hafnað þessari beiðni sveitarstjórnar á grundvelli þess að fólk geti löglega verið skráð með „ótilgreint lögheimili“ og það eigi við þegar það búi í húsnæði sem ekki megi formlega skrá sem íbúðarhúsnæði. Þar undir falli til mynda frístundarhús. „Slík skráning verndar rétt fólks til þjónustu, heilbrigðiskerfis, grunnskóla, atvinnu og félagslegra úrræða. Lögheimili er ekki bara skrá í tölvu – það er mikilvægur hluti af fyrrgreindum grundvallarréttindindum fólks,“ skrifar stjórnarfólk Búsetufrelsis í innsendri grein sem birtist um málið á Vísi. Stjórn samtakanna Búsetufrelsi segja að sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps, sem hefur aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu Borg, hafi markvisst reynt að afskrá lögheimili fólks í þjóðskrá.vísir/vilhelm Ekki dæmi um lýðræðislega stjórnsýslu „Af hverju ætti sveitarstjórn að reyna að fá fólk skráð burt úr sveitarfélaginu – fólk sem býr þar, eru þar útsvarsgreiðendur, verslar þar, mögulega vinnur þar og er hluti af samfélaginu? Ein möguleg ástæða: Að forðast ábyrgð. Ef fólk er ekki skráð, þarf ekki að veita því þjónustu, félagslega aðstoð, eða taka tillit til þess í skipulagi og stefnumótun. En svona nálgun gengur gegn öllu sem lýðræðisleg og manneskjuleg stjórnsýsla á að standa fyrir,“ segir stjórn Búsetufrelsis. Ekkert glæpsamlegt sé við það að vera með búsetu í frístundarhúsi. „Húsnæðisskortur, lífsaðstæður og val fólks hefur leitt til þess að fleiri kjósa að búa á „óhefðbundinn“ hátt. Það er hlutverk samfélagsins að finna leiðir til að styðja það fólk – ekki strípa það af réttindum.“ Stjórn Búsetufrelsis kallar eftir því að Grímsnes- og Grafningshreppur standi vörð um rétt fólks til að vera skráð þar sem það býr í raun. Samtökin séu tilbúin í að taka þátt í þeirri vinnu með sveitarstjórn og öðrum stjórnvöldum. „Við eigum öll rétt á að tilheyra. Sama hvernig húsi við búum í!“ skrifa Guðrún, Ragna og Þröstur, sem skipa stjórn Búsetufrelsis.
Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Það er erfitt að skilja hvernig sveitarstjórn getur talið það góða stjórnsýsla að reyna að fá fólk skráð út af lögheimili í eigin sveitarfélagi – en það gerðist í Grímsnes- og Grafningshreppi. 5. september 2025 21:02