Innlent

Reyndi að stinga lög­reglu af á buggy

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Vilhelm

Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota.

Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn við almennt eftirlit hafi veitt torfærutæki, buggy bíl, án skráninganúmera athygli. Þeir hafi gefið sig á tal við ökumann vegna ýmissa brota varðandi gerð og búnað tækisins, og þá hafi ökumaður reynt að komast burt akandi.

Hann hafi ítrekað ekið gegn rauðu ljósi og ekki virt hámarkshraða þeirra gatna sem hann ók.

Öskrandi með hníf á lofti

Tilkynnt var um mann með hníf á lofti og öskrandi við verslunarmiðstöð. Hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu en var að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannóknar málsins, grunaður um brot á vopnalögum.

Lögregla veitti einnig athygli öðrum manni sem var með hníf í hendi við verslun, og var hann handtekinn grunaður um brot á vopnalögum. Var hann laus ða lokinni framburðarskýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×