Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2025 20:05 Kornþingið og spildudagurinn í Gunnarsholti var vel sóttur enda mikill hugur í kornbændum um góða uppskeru í haust. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Fimmtudaginn 4. september var haldin svonefnt kornþing og spildudagur í Gunnarsholti þar sem fyrirlestrar fóru fram í Sagnagarði, húsi á staðnum og svo var farið út í akra og fjölbreyttar tilraunir kynntar og akrarnir skoðaðir af áhugasömum kornbændum, auk þess, sem 17 nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands mættu á viðburðinn, sem var skipulagður af Jarðræktarmiðstöð skólans. „Við erum hérna að reyna að ná góðu samtali við bændur um kornrækt og fyrir hverju við eigum að vera að velja í kynbótunum og hvað við eigum að vera að rannsaka til þess að auka öryggi og uppskeru í korni við krefjandi íslenskar aðstæður,” segir Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hrannar segir að nú sé verið að rækta korn á um fjögur þúsund hekturum og að það sé mikill hugur hjá bændum um góða uppskeru af ökrunum í haust. Hrannar Smári Hilmarsson, sem er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. „Við erum mest með byggtilraunir en sömuleiðis erum við með hafra líka og eitthvað af hveiti,” segir Sunnar. Og það er heilmikill uppgangur í kornrækt á Íslandi eða hvað? „Já heldur betur og við í okkar verkefnum erum að efla kornræktina í kynbótastarfi og svoleiðis, þannig að þetta eru já skemmtilegir tímar,” bætir Sunna við. Sunna Skeggjadóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er mjög fróð um kornrækt og allt, sem henni viðkemur en hún er starfsmaður plöntukynbótaverkefnisins Völu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega ákveðin frumframleiðsla og við höfum alltaf álitið að kolvetnaframleiðsla og sterkjuframleiðsla eigi heima í öðrum löndum en við erum að reyna að flytja einhvern hluta af henni heim,” segir Egill Gunnarsson, umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Egill Gunnarsson, sem er umsjónarmaður hveititilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er greinilega mikill áhugi á kornrækt? „Já það er svona mikil vitundarvakning og það er mikill meðbyr með henni, bæði af áhuga bænda og svona á stjórnmálunum líka. Það er sjaldan, sem maður sér stjórnmálamenn vera sammála um málefni í dag en þeir vilja allir styðja eflingu kornræktar,” segir Egill. Nokkrir kornbændur að skoða akrana í Gunnarsholti og kornið þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson 17 nemendur, sem eru í sérstökum áfanga í kornrækt mættu í Gunnarsholt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira