Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar 6. september 2025 14:02 Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Júlíus Valsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan Norðmenn búa sig undir þingkosningarnar 2025, hefur lítið verið rætt um raunveruleg vandamál og brýn verkefni í landinu. Í stað þess hefur umræðan í kosningabaráttunni snúist um alþjóðamál eins og stríðið í Úkraínu og ástandið í Gaza – mál sem norskir stjórnmálamenn hafa takmakað vald til að breyta. (hljómar kunnuglega, ekki satt?). En undir kraumar mikil óánægja sem á rætur að rekja til dýpri og flóknari vandamála. Og það er ein bók sem virðist hafa hitt beint í hjartað á þeirri umræðu: Landet som ble for rikt – eða Landið sem varð of ríkt – eftir hagfræðinginn Martin Bech Holte. Þótt bókin hafi komið fyrst út árið 2023, er hún enn mikið til umræðu sérstaklega nú í aðdraganda kosninganna. Holte setur fram ögrandi en mikilvæga spurningu: Hvað gerist þegar samfélag verður svo auðugt að það hættir að virka? Er hægt að verða svo ríkur að maður hætti að spyrja óþægilegra spurninga? Velgengni sem hömlur á breytingar Noregur er eitt af auðugustu löndum heims. Olíusjóður landsins nemur yfir 15.000 milljarða íslenskra króna og hefur verið notaður sem fyrirmynd að ábyrgri auðlindanýtingu. Samfélagið er stöðugt, velferðarkerfið örlátt og atvinnuleysi lágt. Á yfirborðinu virðist allt í góðu lagi. En Holte dregur upp aðra mynd. Þetta ríkidæmi hafi sljóvgandi áhrif á samfélagið þegar flestir búa við efnahagslegt öryggi, þegar velferðarkerfið styður rausnarlega við borgarana, dregur það úr hvata einstaklinga og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta hefur verið kallað „auðlindabölvun“ – þ.e. ekki spilling eða valdníðsla eins og oft sést í þróunarríkjum, heldur pólitískur sljóleiki, félagsleg leti og hnignun í menntun sem stafar af of þægilegri tilveru. Leti og rýr menntun: birtingarmynd vandans Í bókinni bendir Holte á áhugaverða tölfræði. Um 75% Norðmanna á kosningaaldri eru annað hvort á bótum eða í opinberri þjónustu. Einkaframtak dregst saman – aðeins 15% starfa hjá einkareknum fyrirtækjum í Noregi. Skattar á auðmenn hafa hækkað svo mikið að margir ríkustu einstaklingar landsins hafa flust til Sviss. Jafnvel menntakerfið virðist ekki njóta góðs af ríkidæminu: niðurstöður úr PISA-könnunum sýna slaka frammistöðu norskra nemenda í lestri og stærðfræði, og sífellt færri sækja framhalds- eða háskólanám. Olíusjóðurinn – upphaflega ætlaður til fjárfestingar í þekkingu og framtíð – hefur ekki verið nýttur í þeim tilgangi. Spurningin sem Holte varpar fram – kaldhæðnisleg en alvarleg – er þessi: „Þegar allir fá sitt skerf af kökunni, hver nennir þá að gagnrýna stjórnvöld?“ Hvað með Ísland: Eru við á sömu braut? Þótt þessi ádeila beinist að Noregi, er hún jafnframt viðvörun til Íslands. Íslendingar byggja velferð sína ekki á olíu heldur á vatnsafli og jarðvarma – og nú er deilt um vindorkuna. En spurningarnar sem Holte varpar fram eiga ekki síður við hér: Hvernig nýtum við auðlindir? Til hvers? – og með hvaða afleiðingum fyrir samfélagið? Við stöndum nú á tímamótum í orkumálum – bæði tæknilega og pólitískt séð. Umræða um vindorkuverkefni, orkuflutningskerfi og nýtingu náttúruauðlinda hefur orðið sífellt pólitískari. Umræðan snýst ekki eingöngu um krónur og aura – heldur einnig um sjálfsmynd þjóðarinnar, lýðræðisþátttöku, fullveldi og framtíðarsýn. Ef einblínt er á hagfræðilegu hliðina, má spyrja: Ef græna orkustefnan verður aðallega rekin sem útflutningsverkefni í fjáröflunarskyni, hvað verður þá um samfélagslega samstöðu, sköpunarkraft og gagnrýna hugsun? Ríkidæmi: ávinningur eða byrði? Það sem Holte undirstrikar í bók sinni – og sem ætti að hvetja okkur Íslendinga til íhugunar er auðlindanýting – hvort sem hún byggist á jarðefnaeldsneyti eða grænni orku – krefst meira en hagfræðilegra útreikninga. Hún krefst pólitískrar meðvitundar, menningar- og menntunarlegra sjónarmiða og siðferðilegrar stefnumótunar. Við þurfum eins og Norðmenn að spyrja okkur: Hvernig samfélag viljum við byggja til framtíðar? Viljum við virkt lýðræði og öflugt borgarasamfélag? Eða þægilegt kerfi sem gefur öllum eitthvað – en gerir engan fúsan til að breyta nokkru og þar sem allir starfa hjá ríkinu? Lokaorð: Að spyrja óþægilegra spurninga „Við gætum orðið landið sem varð of ríkt á ný – nema við lærum að spyrja óþægilegra spurninga í tæka tíð,“ segir Holte í bók sinni. Þetta er ekki eingöngu áskorun til Norðmanna. Hún á einnig við okkur Íslendinga, sem nú þurfa að vega og meta hvernig framtíð grænnar orkunýtingar eigi að líta út og hvernig hún í raun og veru þjónar fólkinu í landinu. Að verða rík – það eitt og sér er ekki afrek. Spurningin er hvort við hvort við reynum að nýta þann auð af visku til að byggja réttlátt, gagnrýnið og sjálfbært samfélag. Höfundur er læknir og fullveldissinni Heimildir: https://www.norli.no/boker/dokumentar-og-fakta/historie-og-dokumentar/debatt-og-samfunn/landet-som-ble-for-rikt-9788248938262 https://www.svd.se/a/1MEaOM/ekonomen-bech-holte-om-norges-problem-lata-lontagare-och-undermaliga-studenter https://www.nrk.no/anmeldelser/anmeldelse_-_landet-som-ble-for-rikt_-av-martin-bech-holte-1.17201297 https://www.akademibokhandeln.se/sok?sokfraga=Martin+Bech+Holte
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar