Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. september 2025 14:00 Jóhannes Þór Skúlason og Halla Gunnarsdóttir. Samsett Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddu nýja atvinnustefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi í morgun. Þau sammælast um að ný atvinnustefna ríkisstjórnarinnar geti verið af því góða. Hins vegar séu nokkrir hlutir sem þurfi að huga betur að. „Þess vegna höfum við lagt mesta áherslu á þetta, eins og við gerum eiginlega alltaf, að hlutverki ríkisins gagnvart atvinnugreinum sé fyrst og fremst að skapa þeim skynsamlegar rekstraraðstæður. Að það sé hægt að stofna fyrirtæki og reka þau án þess að það séu of miklar flækjur“ sagði Jóhannes Þór. Hann telur það einnig vera vandamál að fulltrúar stjórnvalda tali frekar út frá tilfinningum og hugmyndum heldur en staðreyndum og opinberum gögnum. „Ef menn skoða gögnin þá sést að á þessum síðustu sjö árum hefur fjölgun erlends vinnuafls í ferðaþjónustu ekki verið nema tíu prósent af heildarfjölgun landsins. Þannig það er af og frá að ferðaþjónusta sé meginvaldur að fólksfjölgun eða innflutningur erlends vinnuafls á síðustu sjö árum.“ Vill ekki bara miða árangur við verga landsframleiðslu Halla segist fyrst og fremst hafa áhuga á hver eigi að vinna störfin sem ríkisstjórnin hyggst skapa með atvinnustefnunni. „Það er allt fólkið sem á að vinna þessi störf og hvernig störf það eru sem við erum að búa til. Það er þannig að það er að verða ofboðslega mikil breyting á störfum og stefnumótun þarf að taka mið af því,“ segir hún. Þá leggur hún til að íslensk haldi áfram vegferð sinni með Skotlandi og Nýja-Sjálandi að þróa mælikvarða fyrir árangur sem miða ekki bara við verga landframleiðslu. „Þetta er tilraun til að mæla fleira en bara verga landsframleiðslu. Það eru bara samfélagslegir þættir, sjálfbærni og almenn velsæld. Ég held að þessir mælikvarðar séu góðir og hvet stjórnvöld til að notast við þá,“ segir Halla. Hér er einungis stilkað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Stéttarfélög Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Vinnumarkaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira