Sport

Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið

Siggeir Ævarsson skrifar
Hasselbaink og Eiður Smári náðu vel saman í framlínu Chelsea
Hasselbaink og Eiður Smári náðu vel saman í framlínu Chelsea Vísir/Getty

Framherjinn Jimmy Floyd Hasselbaink var gestur í hlaðvarpinu The Overlap á dögunum en Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnsen voru liðsfélagar í Chelsea á árunum 2000 til 2004. 

Hasselbaink fer um víðan völl í viðtalinu en hann lék m.a. með Leeds, Atlético Madrid og Chelsea á löngum ferli. Þegar hann var spurður um árin hjá Chelsea nefndi hann samvinnuna við Eið sérstaklega.

„Ég þurfti að einbeita mér betur að því hvert ég hljóp og þá átti ég í mjög góðu sambandi við Gianfranco [Zola] og Eið Guðjohnsen.“

Roy Keane skaut þá inn í að Zola væri vanmetinn leikmaður en Hasselbaink nefndi Eið aftur í þessu samhengi.

„Eiður Guðjohnsen líka! Hann fær ekki það hrós sem hann á skilið.“

Þáttinn í heild má sjá hér að neðan en umræðan um samvinnuna við Eið Smára byrjar á 43:40

Hasselbaink skoraði á sínum tíma 69 deildarmörk fyrir Chelsea í 136 leikjum. Eiður skoraði á þessum árum 40 mörk svo að samanlagt skoruðu þeir félagar 109 deildarmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×