Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 08:13 Lamar Jackson með boltann en Matt Milano bíður spenntur. Bryan Bennett/Getty Images Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni. Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025 NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sjá meira
Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025
NFL Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sjá meira