Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. september 2025 08:13 Lamar Jackson með boltann en Matt Milano bíður spenntur. Bryan Bennett/Getty Images Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni. Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025 NFL Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Lamar Jackson kastaði fyrir snertimarki DeAndre Hopkins þegar rétt rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta, snertimark sem stækkaði forystu Ravens í 34-19. Þeir Jackson og Hopkins fögnuðu á hliðarlínunni ásamt fleiri leikmönnum Ravens, en aðeins of nálægt stúkunni að mati aðdáanda heimaliðsins, Buffalo Bills. Aðdáandinn teygði sig yfir girðinguna og sló í hjálm Hopkins, sem Jackson var ósáttur við og svaraði með því að ýta í aðdáandann, sem var síðan vísað úr stúkunni af öryggisvörðum. A Bills fan shoved DeAndre Hopkins' and Lamar Jackson's helmet after a touchdown.Jackson responded by shoving the fan back.🎥 @SNFonNBC | H/T @Someone20241575 pic.twitter.com/bo1qjN9Hr7— The Athletic (@TheAthletic) September 8, 2025 Hvort þetta atvik eða eitthvað annað hafi kveikt bál undir liði Buffalo Bills er óvíst, en víst er að liðið sneri leiknum algjörlega við eftir atvikið og vann hreint ótrúlegan endurkomusigur. Leikstjórnandinn Josh Allen leiddi endurkomu Bills og spilaði stórkostlega undir lokin. Lukkan var líka með Bills í liði. Derrick Henry hjá Ravens missti boltann þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, sem gaf Josh Allen tækifæri til að minnka muninn í tvö stig með snertimarki. Staðan þá orðin 40-38 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Ravens tókst ekki að skora í næstu sókn og Bills unnu leikinn með sparkmarki Matt Prater, sem fór á sína fyrstu Bills æfingu á fimmtudaginn en stóð uppi sem hetja á sunnudegi. "Welcome to Buffalo" ‼️#GoBills | #BillsMafia pic.twitter.com/IxF3Auahgb— Buffalo Bills (@BuffaloBills) September 8, 2025
NFL Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira