Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2025 17:41 Francois Bayrou í pontu á þingi í dag. AP/Christophe Ena François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, stóð ekki af sér vantrauststillögu á franska þinginu. Því er ríkisstjórn Frakklands fallin en hún var einungis starfandi í níu mánuði. Emmanuel Macron, forseti, þarf nú að reyna að finna fimmta forsætisráðherra landsins á tæpum tveimur árum. Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025 Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Einungis 194 þingmenn greiddu atkvæði gegn vantrauststillögunni en 364 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Þetta var í fyrsta sinn frá 1958 sem vantrauststillaga er samþykkt á franska þinginu. Franskir fjölmiðlar segja að Bayrou muni leggja fram formlega afsögn sína til Macrons í fyrramálið. Alger óvissa hefur ríkt á franska þinginu á undanförnum árum vegna mikilla deilna um það hvernig draga eigi úr fjárlagahalla þar í landi. Það var Bayrou sjálfur sem boðaði atkvæðagreiðslu og vildi hann þannig leysa þann rembihnút þingið er fast í. Hann hafði lagt fram fjárlagafrumvarp sem innihélt nærri því 44 milljarða evra niðurskurð en Frakkar eru í erfiðri fjárhagsstöðu. Fjárlagahalli Frakklands nam 5,8 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra en viðmið Evrópusambandsins er þrjú prósent. Bayrou tók við embætti forsætisráðherra þann 13. desember í fyrra, eftir að fyrri ríkisstjórn féll 4. desember þegar svo virtist sem að hún myndi ekki standast vantrauststillögu. Sú ríkisstjórn féll einnig vegna óvinsæls fjárlagafrumvarps. Hvað næst? Hvað gerist næst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Macron mun þurfa að reyna að miðla málum milli þingflokka og þeir þurfa að komast að samkomulagi um nýja ríkisstjórn og fjárlögin. Það er þó, samkvæmt frétt Politico, hægara sagt en gert. Leiðtogar flokkanna eru ósammála um það hvernig leysa eigi fjárhagsvanda Frakklands. Þar að auki fara sveitarstjórnarkosningar fram í mars og árið 2027 verða svo haldnar forsetakosningar í Frakklandi. Leiðtogar flokkanna á þingi eru því sagðir hafa lítinn vilja til málamiðlana. Fáir þingmenn eru þó sagðir hafa áhuga á að boða til skyndikosninga, sem verða nauðsynlegar ef ríkisstjórnarmyndun misheppnast. Eins og þegar síðasta ríkisstjórn féll hafa leiðtogar stjórnarandstöðunnar kallað eftir því að Macron segi einnig af sér og boði til nýrra forsetakosninga. Hann mun líklega ekki verða við því nú frekar en síðast. 'We are giving Macron two choices. Either he can be impeached or he can resign' says French National Assembly Deputy Mathilde Panot.She is speaking in Paris after the French Prime Minister Francois Bayrou lost the confidence vote.https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501 pic.twitter.com/Q59I8fm1eM— Sky News (@SkyNews) September 8, 2025
Frakkland Tengdar fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30 Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56 Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Fjármálaráðherra Frakka sagði að mögulega þyrftu frönsk yfirvöld að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirvofandi skuldakreppu. Hugmyndir forsætisráðherrans um niðurskurð hafa vakið óánægju almennings en hann sækist eftir traustyfirlýsingu þingsins. 26. ágúst 2025 23:30
Örlög Bayrou ráðast 8. september Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi. 26. ágúst 2025 06:56
Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins. 16. júlí 2025 06:47