Innlent

Einn bíl­stjóri án leyfis og skráningar

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftirlitið náði til á sjötta tug bílstjóra.
Eftirlitið náði til á sjötta tug bílstjóra. Vísir/Anton

Aðeins einn af á sjötta tug leigubílstjóra reyndist ekki með „allt sitt á hreinu“ í eftirliti sem fór fram um helgina. Lögregluþjónar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og starfsmenn Skattsins fóru í þetta sameiginlega eftirlit á bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að eftirlitið hafi falið í sér að kanna hvort á sjötta tug bílstjóra væru með tilskilin leyfi og að rétt væri staðið að málum. Langflestir munu hafa verið með allt eins og það á að vera.

Einn bílstjóri var þó ekki á skráðum leigubíl og þar að auki var hann ekki með sýnilega verðskrá eða rekstrarleyfi. Í einu öðru tilfelli var ekki að finna sýnilegar verðmerkingar.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að þessu eftirliti sé ekki lokið.


Tengdar fréttir

Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga

Samgöngustofa hafnar órökstuddum fullyrðingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi innviðaráðherra, um að stofnunin framfylgi ekki lögum um leigubifreiðaakstur. Þau segja starfsfólk vinna af heilindum og þau taki allri gagnrýni alvarlega. 

Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist

Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra.

„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn

Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu.

Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×