Nuno rekinn frá Forest Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2025 07:17 Nuno fór með liðið úr fallbaráttu í Evrópudeildina á aðeins tveimur tímabilum en hefur nú verið rekinn. EPA/VINCE MIGNOTT Nuno Espirito Santo var seint í gærkvöldi rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, eftir aðeins þrjá leiki á þessu tímabili. Brottreksturinn kemur í kjölfar rifrilda við eiganda félagsins. Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Rúmar tvær vikur eru síðan greint var frá ófriðarbáli sem logaði í Skírisskógi. Nuno hellti bensíni á það bál með því að gagnrýna eigandann Evangelos Marinakis opinberlega. Ósættið stafaði af skiptum skoðunum á kaupstefnu sumarsins, Nuno fannst félagið ekki hafa styrkt leikmannahópinn nóg. „Þar sem er reykur, þar er eldur“ sagði Nuno þá, aðspurður um orðróm um ósætti við Marinakis. Seint í gærkvöldi, klukkan korter yfir ellefu, sendi Nottingham Forest svo frá sér stutta 80 orða yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að Nuno hefði verið rekinn. Þar honum þakkað fyrir sín störf en Nuno stýrði Nottingham Forest í tæp tvö ár, frá því í desember 2023. Á sínu fyrsta tímabili tók hann við liði í fallbaráttu og hélt því uppi. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti og komst í Evrópudeildina eftir að hafa misst af Meistaradeildarsæti á lokadegi tímabilsins. Nottingham Forest Football Club confirms that, following recent circumstances, Nuno Espírito Santo has today been relieved of his duties as Head Coach.The Club thanks Nuno for his contribution during a very successful era at The City Ground, in particular his role in the… pic.twitter.com/catCyeaeR4— Nottingham Forest (@NFFC) September 8, 2025 Ósættið með kaupstefnu félagsins hafði þó ekki bara með eigandann Marinakis að gera. Í sumar tók Edu við störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Forest keypti þrettán leikmenn í sumar en losaði sig við lykilmenn eins og Anthony Elanga, Danilo og Wayne Hennessey. Nokkrir þjálfarar eru nefndir sem líklegir arftakar í bresku blöðunum. Helst er það Ange Postecoglou sem er talinn líklegur, enda grískur að uppruna eins og eigandinn Marinakis. Jose Mourinho er einnig inni í myndinni en hann var rekinn frá Fenerbahce á dögunum. Domenico Tedesco hefur verið nefndur í því samhengi, en hann hefur verið án starf síðan honum var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Belgíu í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira