Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. september 2025 10:00 Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar