Postecoglou að taka við Forest Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2025 08:46 Ange Postecoglou vann Evrópudeildina með Spurs en var rekinn skömmu síðar. Nú mun hann stýra Nottingham Forest í sömu keppni í vetur. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Ástralinn Ange Postecoglou verður nýr stjóri Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni eftir uppsögn Nuno Espirito Santo. Þessu greina breskir miðlar frá í morgun. Forest tilkynnti um uppsögn Nuno í morgun en andað hefur köldu milli hans og Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, síðustu vikur. Nuno átti sérlega slæmt samband við Brasilíumanninn Edu, sem Marinakis réði sem yfirmann knattspyrnumála í sumar. Nuno hafði tjáð sig opinberlega um stöðuna, þar sem hann kvartaði yfir stöðunni á leikmannamarkaðnum í sumar, að Marinakis hefði breyst og að þeir væru ekki eins nánir og áður. Postecoglou mun taka við liðinu og búist við tilkynningu frá Nottingham Forest þess efnis á næsta sólarhringnum samkvæmt The Athletic. Hann taki með sér stóran hluta starfsteymis síns sem starfaði með Ástralanum hjá Tottenham Hotspur. Uppfært 11.00: Postecoglou er mættur á æfingasvæði Nottingham Forest. Ange Postecoglou has arrived at Nottingham Forest's training ground after agreeing a deal to become the new head coach 🌳 pic.twitter.com/ltLaa7NemX— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 9, 2025 Postecoglou er sextugur og stýrði Tottenham til Evrópudeildartitils í júní, fyrsta stóra titils félagsins í 17 ár, en var rekinn frá félaginu síðar í sama mánuði. Tottenham gekk illa í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og hafnaði í 17. sæti. Brentford hafði samband við Postecoglou eftir að Thomas Frank yfirgaf félagið til að taka við starfi Ange hjá Tottenham og sömuleiðis átti hann viðtal hjá Al Ahli í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann taki við hjá Forest. Postecoglou er af grískum ættum og þjálfaði Panachaiki í Grikklandi um tíma. Marinakis, eigandi Forest, er sjálfur grískur og sagður hrifinn af því að ráða inn hálfgrískan mann í starfið. Nottingham Forest lenti í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og mun spila í Evrópudeildinni í vetur, eftir að Crystal Palace var sent niður úr þeirri keppni í Sambandsdeildina. Það er í fyrsta skipti í 30 ár sem Skíriskógarar taka þátt í Evrópukeppni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Forest tilkynnti um uppsögn Nuno í morgun en andað hefur köldu milli hans og Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, síðustu vikur. Nuno átti sérlega slæmt samband við Brasilíumanninn Edu, sem Marinakis réði sem yfirmann knattspyrnumála í sumar. Nuno hafði tjáð sig opinberlega um stöðuna, þar sem hann kvartaði yfir stöðunni á leikmannamarkaðnum í sumar, að Marinakis hefði breyst og að þeir væru ekki eins nánir og áður. Postecoglou mun taka við liðinu og búist við tilkynningu frá Nottingham Forest þess efnis á næsta sólarhringnum samkvæmt The Athletic. Hann taki með sér stóran hluta starfsteymis síns sem starfaði með Ástralanum hjá Tottenham Hotspur. Uppfært 11.00: Postecoglou er mættur á æfingasvæði Nottingham Forest. Ange Postecoglou has arrived at Nottingham Forest's training ground after agreeing a deal to become the new head coach 🌳 pic.twitter.com/ltLaa7NemX— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 9, 2025 Postecoglou er sextugur og stýrði Tottenham til Evrópudeildartitils í júní, fyrsta stóra titils félagsins í 17 ár, en var rekinn frá félaginu síðar í sama mánuði. Tottenham gekk illa í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og hafnaði í 17. sæti. Brentford hafði samband við Postecoglou eftir að Thomas Frank yfirgaf félagið til að taka við starfi Ange hjá Tottenham og sömuleiðis átti hann viðtal hjá Al Ahli í Sádi-Arabíu. Nú er hins vegar útlit fyrir að hann taki við hjá Forest. Postecoglou er af grískum ættum og þjálfaði Panachaiki í Grikklandi um tíma. Marinakis, eigandi Forest, er sjálfur grískur og sagður hrifinn af því að ráða inn hálfgrískan mann í starfið. Nottingham Forest lenti í sjöunda sæti á síðustu leiktíð og mun spila í Evrópudeildinni í vetur, eftir að Crystal Palace var sent niður úr þeirri keppni í Sambandsdeildina. Það er í fyrsta skipti í 30 ár sem Skíriskógarar taka þátt í Evrópukeppni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira