Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir og Védís Ólafsdóttir skrifa 9. september 2025 12:30 Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar fagna í ár 80 ára afmæli stofnsáttmálans. Í dag, þriðjudaginn 9. september, hefst áttugasta allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945, skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, með það að markmiði að stuðla að friði, mannréttindum og alþjóðlegri samvinnu, grunngildum sem skipta okkur öll máli. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193 auk tveggja áheyrnaþjóða en allar hafa þjóðirnar ólíka heimsýn og áherslur. Í áttatíu ár hafa Sameinuðu þjóðirnar starfað í umboði aðildaríkja að samstöðu og friði. Þær hafa verið tákn og vettvangur fyrir fjölþjóðasamvinnu, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Samvinna á slíkum grunni gerir Sameinuðu þjóðirnar að einum mikilvægasta vettvangi alþjóðamála. Áhrif Íslands Ísland hefur verið virkur aðili að Sameinuðu þjóðunum frá 1946 og beitt sér sérstaklega á sviðum mannréttinda, friðaruppbyggingar, jafnréttis- og umhverfismála. Þrátt fyrir að Íslendingar séu einungis lítið brot (0,005%) af heimsþjóðinni, þá á þjóðin jafnt atkvæði og aðrar þjóðir í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Slíkt fyrirkomulag kristallar það hversu nauðsynlegur vettvangur Sameinuðu þjóðirnar eru fyrir smáríki eins og Ísland. Þar höfum við og getum áfram skapað okkur sess sem málsvari mannréttinda og jafnréttis með því að beita okkur fyrir frið, virðingu fyrir alþjóðalögum og mannúð. Íslendingar eiga mikið undir þegar kemur að því að standa vörð um þessi gildi. Við getum ekki litið á alþjóðasamvinnu sem sjálfsagðan hlut; ávinningur smáríkja nýtist best í öflugu og traustu fjölþjóðlegu samstarfi. Nú þegar Sameinuðu þjóðirnar fagna áttræðisafmæli sínu, stendur alþjóðakerfið frammi fyrir vaxandi áskorunum: auknum átökum, hnignandi trausti á fjölþjóðastofnunum og áhrifum loftslagsbreytinga. Samtímis, mæta Sameinuðu þjóðirnar miklum niðurskurði í fjármögnun og kröfum um róttækar umbætur á rekstri. Þessar áskoranir eiga sér stað á tímum þegar fjölþjóðasamvinna hefur sjaldan verið mikilvægari. Umbætur í kerfi Sameinuðu þjóðanna Í apríl síðastliðinn kynnti António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna SÞ 80 áætlunina (UN80 Initiative), átak sem miðar að því að bæta rekstrarhæfni SÞ, einfalda verklag, auka gegnsæi og færa ákvarðanatöku nær þeim sem vinna að markmiðum SÞ. Sérstök áhersla er lögð á móta skilvirkari, öflugari og aðgengilegri Sameinuðu þjóðir. Á næstu vikum munu leiðtogar ríkja Sameinuðu þjóðanna ræða helstu mál samtímans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, allt frá átökum, mannúðaraðstoð og loftlagsbreytingum til sjálfbærrar þróunar og umbóta í alþjóðakerfinu. Opinn umræðufundur Á þessum tímamótum stendur Félag Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum morgunverðarfundi í Norræna húsinu miðvikudagsmorguninn 10. september. Þar verður rýnt í sögu og framtíð Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn er vettvangur fyrir opna umræðu um fjölþjóðasamstarf og þátttöku Íslands í því. Rætt verður hvort tímabært sé að ráðast í róttækar umbætur innan Sameinuðu þjóðanna auk þess sem hugað verður að hlutverki Sameinuðu þjóðanna í tengslum við hnattrænar áskoranir á borð við loftlagsbreytingar, alþjóðlegt valdaójafnvægi og frið. Fundurinn sameinar sjónarhorn úr alþjóðastarfi, fræðasamfélagi og borgaralegu samfélagi. Fjórir sérfræðingar munu deila hugleiðingum sínum út frá: sögulegu samhengi, árangri í starfi, tækifærum á umbreytingatímum og framtíðarsýn. Að loknum örerindum mun fundarstjóri beina spurningum til sérfræðinga áður en opnað verður fyrir spurningar úr sal. Nú er ekki tíminn til að draga úr vægi Sameinuðu þjóðanna, heldur frekar að huga að mótun og möguleikum Sameinuðu þjóðanna til að verða enn öflugri. Þess vegna hvetjum við alla sem bera hag Íslands og alþjóðasamvinnu fyrir brjósti til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð Sameinuðu þjóðanna og hlutverk Íslands í þeirri framtíð. Húsið opnar kl. 8:45 með morgunhressingu og fundurinn hefst kl. 9:15. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Védís Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun