Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Árni Sæberg skrifar 9. september 2025 16:04 Í forgrunni er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, sem ef yfir málaflokki þeim sem brennur á mótmælendunum fyrir aftan hana. Vísir/Anton Brink Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins. Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Alþingi var sett í 157. skipti í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu. Að lokinni guðsþjónustu í kirkjunni gengu Alþingismenn, ráðherrar, biskup, forseti og gestir þingsetningarinnar yfir í Alþingishúsið þar sem Alþingi var formlega sett af Höllu Tómasdóttur forseta. Mótmæltu stefnu í útlendingamálum Fámennum hópi mótmælenda, á að giska tæplega tuttugu talsins, var þó allt annað en hátíðlegheit í huga. Samtökin No Borders Iceland höfðu boðað til mótmæla við þingsetninguna undir yfirskriftinni Engar fangabúðir fyrir börn á flótta! Þar er vitanlega vísað til boðaðar lagasetningar dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Í þingmálaskrá sem komið var fyrir í pósthólfum alþingismanna í gærkvöldi og kynnt í dag segir að með frumvarpi til laga um brottfararstöð sé lagt til að heimilt verði að vista útlending á brottfararstöð í þeim tilvikum þegar tryggja þarf að útlendingur sé til staðar vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum. Flestir í kór en ekki Magga Stína Í myndskeiðinu hér að neðan má heyra flesta mótmælendur kyrja kunnuglega stefið „öll börn eru okkar börn“ saman í kór og berja á trommur á meðan ráðamenn gengu hjá. Einn mótmælenda sker sig þó greinilega úr hópnum. Það er tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, sem öskraði „Afætur! Afætur! Rasistar!“ og „Aumingjar! Rasistar!“ ítrekað að þeim sem gengu hjá. Þá sló hún kjuðum af innlifun í grindverk, sem komið hafði verið upp í tilefni dagsins.
Alþingi Tjáningarfrelsi Hælisleitendur Reykjavík Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira