„Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. september 2025 12:51 Sigríður og Sigurður gera athugasemdir við þingsetningarræðu Höllu Tómasdóttur forseta. Vísir Formaður Framsóknarflokksins segir þingsetningarræðu forseta Íslands hafa verið sérstaka, en þar hvatti hann þingheim til að standa ekki í málþófi. Þingmaður Miðflokksins segir forsetann hafa tekið þægilegustu afstöðuna í málinu. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setti 157. löggjafarþing í gær. Í ræðu sinni beindi Halla því til þingheims að setja þingstörfunum skynsamlegan ramma, sem í senn tryggði málfrelsi og framgang lýðræðisins í mestu ágreiningsmálunum. „Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi,“ sagði Halla í þingsetningarræðu sinni í gær. Sérstakt að mati Sigurðar Formaður Framsóknarflokksins segir ræðuna hafa verið sérstaka. „Ég kannast ekki við að það sé keppikefli nokkurs þingmanns á nokkrum tíma að stunda málþóf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hins vegar sé það eina tæki stjórnarandstöðunnar til þess að fá stjórnarliða í samtal. „Og yfirleitt endað með þeim árangri að menn setjast niður og leysa mál, þótt það hafi ekki verið tilfellið í sumar. Þannig að mér fannst þessi nálgun, án þess að fjalla um lítið vald minnihlutans á þinginu sérstakt.“ Þægilegasta afstaðan Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, segist telja að forseti eigi ekki að taka þátt í dægurþrasi stjórnmálanna. „Ég held að það fari betur á því að forsetinn lyfti sér aðeins upp yfir hin daglegu störf þingsins í þessum heimsóknum forseta við þingsetningu,“ segir Sigríður. Hægt sé að deila um hvenær um sé að ræða málþóf og hvenær sé um að ræða málefnalegar umræður og harða andstöðu við framgang mála. Forsetinn hafi stokkið á vagninn í umræðunni. „Og þá þægilegustu afstöðuna í þessu máli, það er að segja, að málþóf sé ekki æskilegt. Það eru svo sem held ég allir sammála um það.“ Í kvöld flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína á þingi, og í kjölfarið fara fram umræður um hana. Á morgun mun svo Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mæla fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Alþingi Forseti Íslands Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Halla Tómasdóttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setti 157. löggjafarþing í gær. Í ræðu sinni beindi Halla því til þingheims að setja þingstörfunum skynsamlegan ramma, sem í senn tryggði málfrelsi og framgang lýðræðisins í mestu ágreiningsmálunum. „Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi,“ sagði Halla í þingsetningarræðu sinni í gær. Sérstakt að mati Sigurðar Formaður Framsóknarflokksins segir ræðuna hafa verið sérstaka. „Ég kannast ekki við að það sé keppikefli nokkurs þingmanns á nokkrum tíma að stunda málþóf,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hins vegar sé það eina tæki stjórnarandstöðunnar til þess að fá stjórnarliða í samtal. „Og yfirleitt endað með þeim árangri að menn setjast niður og leysa mál, þótt það hafi ekki verið tilfellið í sumar. Þannig að mér fannst þessi nálgun, án þess að fjalla um lítið vald minnihlutans á þinginu sérstakt.“ Þægilegasta afstaðan Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins, segist telja að forseti eigi ekki að taka þátt í dægurþrasi stjórnmálanna. „Ég held að það fari betur á því að forsetinn lyfti sér aðeins upp yfir hin daglegu störf þingsins í þessum heimsóknum forseta við þingsetningu,“ segir Sigríður. Hægt sé að deila um hvenær um sé að ræða málþóf og hvenær sé um að ræða málefnalegar umræður og harða andstöðu við framgang mála. Forsetinn hafi stokkið á vagninn í umræðunni. „Og þá þægilegustu afstöðuna í þessu máli, það er að segja, að málþóf sé ekki æskilegt. Það eru svo sem held ég allir sammála um það.“ Í kvöld flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína á þingi, og í kjölfarið fara fram umræður um hana. Á morgun mun svo Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra mæla fyrir fjárlagafrumvarpi sínu.
Alþingi Forseti Íslands Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Halla Tómasdóttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira