Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 10. september 2025 14:32 Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun