Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2025 19:14 Guðrún Karls Helgudóttir segir kyrrðarstundina í kvöld mikilvæga. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu. Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“ Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands tekur þátt í sérstakri kyrrðarstund sem haldin verður klukkan átta í Langholtskirkju vegna Alþjóðlegs forvarnardags sjálfsvíga. Undanfarin ár hefur að meðaltali fjörutíu og einn fallið fyrir eigin hendi á Íslandi á ári. „Því miður hefur sjálfsvígum ekki fækkað undanfarin ár. Það er svolítið áhugavert vegna þess að mér finnst samt viðhorfið hafa breyst og umræðan. Það er ekki langt síðan það fylgdi þessu mikil skömm sem er náttúrulega alveg út í hött vegna þess að deyja úr sjálfsvígi það er bara eins og að deyja úr sjúkdómi.“ Þannig sé umræðan opnari en áður um sjálfsvíg. „Ég held að við séum að verða minna feimin að tala um andlega vanlíðan, kvíða og angist og geðsjúkdóma. Það hefur líka verið að aukast að boðið sé upp á allskyns úrræði eins og Píetasamtökin hafa komið til og fleiri en það er erfitt að komast að í heilbrigðiskerfinu og það erfitt að fá tíma til dæmis hjá geðlækni. Það þarf að gera heilbrigðiskerfið aðgengilegra þegar kemur að geðheilbrigði.“ Þá segir hún sérlega mikilvægt að efla forvarnir þegar kemur að sjálfsvígum. „Þetta er ekki ásættanlegt, þegar bílslysum fjölgar og fólk deyr í umferðinni, þá förum við á fullt í forvarnir þegar kemur að öryggismálum í umferðinni. Við þurfum að gera það sama þegar kemur að þessu.“ Hún hvetur þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir til að leita sér aðstoðar. „Það er hjálp að fá og þú ert ekki einn. Talaðu við einhvern og verum óhrædd að hlusta en það er sannarlega hjálp að fá.“ Sjálf missti Guðrún bróður sinn sem féll fyrir eigin hendi en í kvöld verður kveikt á kertum í Langholtskirkju til minningar um látna ástvini. „Við munum eiga bæn saman og til dæmis bara það að leggja þetta í guðs hendur og biðja það skiptir máli. Að fá að tendra ljós og svona gefa okkur rými til þess að hugsa um þennan ástvin og minnast hans. Því þetta er svo mikill fjöldi sem er að deyja á hverju ári á Íslandi. Til dæmis þá ef við tökum síðastliðin sjö ár ef það deyja fjörutíu manns á ári þa gætum við fyllt þessa kirkju með þeim sem hafa látist á síðustu sjö árum. Þetta er of mikið af fólki en það er mikilvægt að við komum saman og minnumst þeirra sem við elskum enn af virðingu.“
Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Geðheilbrigði Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira