Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar 11. september 2025 07:31 Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður. Spurningin er nú hvort þróunin verði í samvinnu við Vesturlönd eða í nýrri blokk með öðrum mörkuðum sem gætu ógnað Vesturlöndum. Vestrænir hagfræðingar hafa lengi spáð því að hraður efnahagsvöxtur Kína myndi fjara út, byggt á þeirri hugmynd að aðeins lágmarks ríkisafskipti skapi hámarks vöxt. Sú kenning stenst ekki lengur. Í Rússlandi mistókst einkavæðing vegna skorts á regluverki og í Bandaríkjunum hefur ríkið í raun fjármagnað og hvatt til stórs hluta tækniframfara – í gegnum varnariðnað, styrki til háskóla og stór innkaup, t.d. hjá SpaceX. Sterk fyrirtæki þurfa stöðugleika, menntaða starfsmenn og traust. Vestrænt markaðskerfi byggir á einstaklingsframtaki en getur brugðist ef velferð fólks er veik og félagslegur ójöfnuður dregur úr hollustu starfsmanna. Kína hefur hins vegar tryggt stöðugleika með miðstýrðri stefnumótun og langtímaáætlunum, og sameinað markaðsdrifið frumkvæði með ríkisafskiptum. Ríkið setur stefnu og á hlut í öllum stóru fyrirtækjunum en leyfir þeim að vaxa innan ramma flokksins. Þannig hefur Kína lyft hundruðum milljóna úr fátækt og orðið alvöru iðnaðarveldi. Fyrstu vörur þeirra voru einfaldar en með því að senda námsmenn til Vesturlanda, tækniflæði úr samstarfi við vestræn fyrirtæki og mikilli áherslu á menntun hafa þeir byggt upp eigin hátæknigeira. Þeir eru þegar farnir að leiða á sumum sviðum, m.a. í samgöngutækni. Markmið Kína virðist vera að tryggja fólki lífskjör sambærileg við Vesturlönd með blöndu einstaklingsframtaks og ríkisramma. Þeir sækja hráefni og markaði með „belti og braut“ og nýta tækifæri sem skapast þegar Vesturlönd setja viðskiptahindranir. Slíkar hindranir ýta Kína í fang Rússa, Afríku, Suður-Ameríku og Indlands. Kína er því á leið að verða hátækniiðnaðarveldi með eigin staðla, tækni og markaði. Hvernig þetta þróast ræðst að stórum hluta af Vesturlöndunum sjálfum: hvort samkeppnin verði heiðarleg og í anda frjálsra viðskipta, eða hvort tollar og pólitískt hatur ýti Kína enn lengra frá og styrki nýja valdablokk með öðrum áherslum en þeim sem Vesturlönd hafa mótað. Þannig getum við orðið hornreka í heiminum. Vöxtur Kína verður ekki stöðvaður með viðskiptahindrunum. Höfundur er aldraður lögfræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun