Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 08:31 Adrien Rabiot hefur spilað með bæði PSG og Marseille og fékk að heyra hávært baul í Frakklandi í fyrradag. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images Adrien Rabiot er óvinsæll í heimalandinu Frakklandi en er nú mættur til Ítalíu þar sem hann verður kynntur sem nýr leikmaður AC Milan. Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025 Ítalski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Púað var á Rabiot í hvert skipti sem hann snerti boltann í landsleik Frakklands og Íslands í fyrradag. Leikurinn fór nefnilega fram á Prinsavöllum, Parc des Princes, heimavelli PSG. Rabiot spilaði með PSG í sjö ár en naut aldrei mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum, ókurteis framkoma og slæm hegðun hans utan vallar hafði áhrif á það. Móðir hans var sömuleiðis mjög óvinsæl en hún er einnig umboðsmaður hans og sá um samningaviðræður við félagið. Þá gerði Rabiot sjálfum sér ekki vinsældargreiða með því að ganga til liðs við Marseille, helsta erkifjanda PSG, á síðasta ári. Rabiot er óvinsæll í frönsku höfuðborginni eftir tíma sinn þar og sérstaklega eftir að hafa skrifað undir samning við Marseille í fyrra. Þess á milli spilaði hann fyrir Juventus. Getty/Julien Mattia Tími hans hjá Marseille var þó stormasamur og Rabiot entist aðeins í eitt ár hjá félaginu, hann var látinn fara í síðasta mánuði eftir að hafa lent í áflogum við liðsfélaga sinn Jonathan Rowe. Rabiot hefur því tekist að ergja stuðningsmenn tveggja stærstu félaganna í Frakklandi. AC Milan er hins vegar heillað og hefur boðið honum samning, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Rabiot sást svo á Malpensa flugvellinum í Mílanó rétt áðan og verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður liðsins á næstunni. Þar var honum vel tekið, eins og sjá má hér fyrir neðan. 🆕🇫🇷 L’arrivo di Adrien #Rabiot a Malpensa Prime. (Via @lollodean_ ) pic.twitter.com/F37H1iaXQN— MilanNews.it (@MilanNewsit) September 11, 2025
Ítalski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira