Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar 14. september 2025 08:01 Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Svava Arnardóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar