Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar 14. september 2025 08:01 Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Svava Arnardóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir? Hefur þú heyrt símann hringja eða einhvern kalla nafnið þitt, þegar enginn var á staðnum? Samkvæmt fræðunum á mikill meirihluti okkar von á því að eiga einhverja slíka skynjun yfir lífsleiðina. Svo er hópur fólks sem á reglulegri upplifanir sem fylgja þeim eftir yfir lengri tíma og jafnvel alla ævina. Óhefðbundnar upplifanir eru hluti af mannlegum breytileika og fæst leita til geðheilbrigðiskerfisins sökum þeirra. Það að heyra raddir getur verið ógnvænleg reynsla, vakið hjá okkur ótta og tilfinninguna að við séum að missa tökin á tilverunni eða efumst um ýmislegt sem við töldum áður rétt. Ekki síst ef raddirnar leita sterklega á okkur, rífa okkur niður eða skipa fyrir. Það er þó ekki sjálfgefið að óhefðbundnar upplifanir hafi neikvæð áhrif á okkur. Sumir raddheyrarar eru frekar hlutlaus í garð skynjananna og önnur hafa lýst alls kyns jákvæðum upplifunum tengt röddum. Það að heyra raddir getur verið uppbyggileg lífsreynsla, veitt félagsskap, tengingu, stuðning og bætt lit í hversdaginn. Raddheyrararnir Joanne og Caroline lýstu þessu á þennan veg: „Raddirnar vernda mig og leiðbeina mér.” - Joanne Newman frá Ástralíu „Ég heyri raddir sem ekki öll heyra. Það sama átti við um forfeður mína. Stundum eru þessar upplifanir ógnvænlegar, blása mér innblástur, pirrandi eða með djúpstæða merkingu. Hvað sem öðru líður, þá á hvorki að gera grín að okkur né útiloka frá samfélaginu.” - Caroline Mazel-Carlton frá Bandaríkjunum Það er hjálplegt að ræða upplifanirnar við fólk sem við treystum. Mörgum hefur reynst vel að leita uppi jafningjastuðningshópa undir formerkjum Hearing voices hreyfingarinnar. Í dag er hægt að sitja slíka fundi erlendis frá í gegnum netið, en einnig eru Landssamtökin Hearing Voices Iceland komin af stað með félagsfundi og virkni eftir dvala. Við hjá Geðhjálp teljum brýnt að miðla fjölbreyttum aðferðum sem gefið hafa góða raun, byggt á lifaðri reynslu fólks og stuðla að framþróun í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Í haust stöndum við því fyrir 13 daga þjálfun þar sem erlendir leiðbeinendur miðla hjálplegum aðferðum til að vinna með og skilja óhefðbundnar upplifanir. Fyrsta vikan er nýlega afstaðin en þá komu saman raddheyrarar, aðstandendur og fagfólk sem langar að kynna sér Maastricht aðferðina og Hearing voices nálgunina. Þau munu svo halda áfram síðar í mánuðinum og aftur í nóvember. Það er mikilvægt að skapa rými til að rýna í óhefðbundar upplifanir án þess að dæma þær, reyna að breyta eða losna við þær. Eða eins og Jacqui raddheyrari sagði: „Með því að taka raddirnar í sátt, gat ég loksins sæst við sjálfa mig líka” - Jacqui Dillon frá Bretlandi Alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir er dagur vitundarvakningu þar sem við heyrum frá fólki með lifaða reynslu af málefninu. Við skorum á fordóma, reynum að auka skilning almennings og fögnum fjölbreytileikanum. Við viljum geta talað um óhefðbundnar upplifanir án þess að vera þvinguð, dæmd, skammast okkar eða óttast viðbrögð annarra. Opnum umræðuna, verum óhrædd við að sýna áhuga og leitumst við að skilja hvert annað. Nálgumst þessar óhefðbundnu upplifanir af opnum hug og af einskærri forvitni. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar