Enski boltinn

Tyrk­neska fé­lagið stað­festir komu Onana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur til Tyrklands.
Mættur til Tyrklands. Trabzonspor

Lánssamningur markvarðarins André Onana við tyrkneska efstu deildarliðið Trabzonspor hefur formlega verið staðfestur.

Þónokkuð er síðan Kamerúninn var sagður á leið til Tyrklands. Í millitíðinni tókst honum að fá enn eitt undarlega markið á sig, að þessu sinni með landsliði Kamerún.

Kaup Manchester United á hinum unga og óreynda Sanne Lammens þýddu að þolinmæðin í garð Onana var á þrotum.

Eftir tvö heldur slök tímabil sem aðalmarkvörður Man United var Onana kominn á bekkinn og virtist Ruben Amorim, þjálfari liðsins, í raun ekki geta beðið eftir að losa markvörðinn.

Það tókst, allavega um tíma, en Onana mun nú reyna sýna hvað í sér býr í tyrknesku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×