Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 11:23 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Að neðan má heyra viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play. Funda með ÍFF í dag Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Íslenska flugstéttafélagið, viðsemjandi Play, hafi sent félaginu erindi þar sem því hafi verið lýst yfir að félagið teldi Play myndu brjóta lög um réttarstöðu starfsmanna með boðuðum breytingum á rekstri Play. Play áformar að skila íslenska flugrekstrarleyfi sínu og gera út frá Möltu. Haft er eftir Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Íslenska flugstéttafélagsins, að boðað hafi verið til fundar milli félagsins og Play og að hann sé bjartsýnn á útkomu fundarins. Hafa haldið fjölda starfsmannafunda Einar Örn segir í samtali við fréttastofu að boðað hafi verið til starfsmannafundar í morgun, líkt og hafi verið gert margoft í gegnum tíðina. „Það var í sjálfu sér ekkert markvert sem gerðist á þessum fundi. Við fórum yfir stöðuna með okkar fólki og auðvitað erum við að fjalla um þetta umbreytingarferli sem félagið er í. Við erum að draga saman seglin á Íslandi og færa starfsemina að nokkru leyti úr landi. Þetta kallar á alls konar verkefni og felur í sér alls konar áskoranir, sem eru ekki allar auðveldar og þægilegar fyrir starfsfólkið. Það var bara ástæða til að fara yfir þessi mál.“ Engar frekari uppsagnir boðaðar Engar uppsagnir eða aðrar breytingar, sem hafi ekki áður verið kynntar, hafi verið boðaðar á fundinum. Þá sé honum ekki kunnugt um hvort eða þá hversu mörgum verði sagt upp um mánaðamótin. Síðustur tvö mánaðamót hefur alls um fimmtíu manns verið sagt upp hjá félaginu. „Við auðvitað erum á ákveðinni vegferð, sem hefur verið farið yfir, við erum að draga úr fjölda véla sem starfa frá Íslandi og samfara því hefur verið og er enn fækkun, bæði á skrifstofu og í áhöfnum okkar. En þetta er nokkuð vel vörðuð leið og engar breytingar sem nú eru að verða á þeirri leið.“ Þá kannast Einar ekki við orðróm um að laun þess skrifstofufólks, sem mun starfa áfram á Íslandi, verði lækkuð. Fólk hafi gaman af því að tala um félagið Það er mikið rætt um stöðu félagsins og hún talin viðkvæm. Hver er staða félagsins í dag? „Við höfum auðvitað ekki farið varhluta af því að fólk hefur gaman af því að tala um félagið. Staðan núna er þannig að við fórum í sumar í í bætingu á fjármagnsskipan félagsins, fengum tæpa þrjá milljarða greidda inn í sumar, sem auðvitað styrkti stöðu félagsins fram á veginn. Þannig að það er svona það helsta sem hægt er að segja um stöðu félagins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Að neðan má heyra viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play. Funda með ÍFF í dag Í frétt Ríkisútvarpsins segir að Íslenska flugstéttafélagið, viðsemjandi Play, hafi sent félaginu erindi þar sem því hafi verið lýst yfir að félagið teldi Play myndu brjóta lög um réttarstöðu starfsmanna með boðuðum breytingum á rekstri Play. Play áformar að skila íslenska flugrekstrarleyfi sínu og gera út frá Möltu. Haft er eftir Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Íslenska flugstéttafélagsins, að boðað hafi verið til fundar milli félagsins og Play og að hann sé bjartsýnn á útkomu fundarins. Hafa haldið fjölda starfsmannafunda Einar Örn segir í samtali við fréttastofu að boðað hafi verið til starfsmannafundar í morgun, líkt og hafi verið gert margoft í gegnum tíðina. „Það var í sjálfu sér ekkert markvert sem gerðist á þessum fundi. Við fórum yfir stöðuna með okkar fólki og auðvitað erum við að fjalla um þetta umbreytingarferli sem félagið er í. Við erum að draga saman seglin á Íslandi og færa starfsemina að nokkru leyti úr landi. Þetta kallar á alls konar verkefni og felur í sér alls konar áskoranir, sem eru ekki allar auðveldar og þægilegar fyrir starfsfólkið. Það var bara ástæða til að fara yfir þessi mál.“ Engar frekari uppsagnir boðaðar Engar uppsagnir eða aðrar breytingar, sem hafi ekki áður verið kynntar, hafi verið boðaðar á fundinum. Þá sé honum ekki kunnugt um hvort eða þá hversu mörgum verði sagt upp um mánaðamótin. Síðustur tvö mánaðamót hefur alls um fimmtíu manns verið sagt upp hjá félaginu. „Við auðvitað erum á ákveðinni vegferð, sem hefur verið farið yfir, við erum að draga úr fjölda véla sem starfa frá Íslandi og samfara því hefur verið og er enn fækkun, bæði á skrifstofu og í áhöfnum okkar. En þetta er nokkuð vel vörðuð leið og engar breytingar sem nú eru að verða á þeirri leið.“ Þá kannast Einar ekki við orðróm um að laun þess skrifstofufólks, sem mun starfa áfram á Íslandi, verði lækkuð. Fólk hafi gaman af því að tala um félagið Það er mikið rætt um stöðu félagsins og hún talin viðkvæm. Hver er staða félagsins í dag? „Við höfum auðvitað ekki farið varhluta af því að fólk hefur gaman af því að tala um félagið. Staðan núna er þannig að við fórum í sumar í í bætingu á fjármagnsskipan félagsins, fengum tæpa þrjá milljarða greidda inn í sumar, sem auðvitað styrkti stöðu félagsins fram á veginn. Þannig að það er svona það helsta sem hægt er að segja um stöðu félagins.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira