Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Eiður Þór Árnason skrifar 12. september 2025 13:59 Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, hafa miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála. Á myndina vantar Kristínu Evu Sveinsdóttur, forstöðumann Litla-Hrauns. Vísir Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu, boðunarlistar í fangelsi lengjast og á sama tíma fyrnast dómar. Þetta segja forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða sem gagnrýna öll stefnu stjórnvalda eftir að fram kom að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. „Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Þau segja ástand fangelsismála vera óásættanlegt. Málaflokkurinn hafi um árabil búið við skertar fjárheimildir, úreltan húsakost og úrræði af skornum skammti, „allt með þeim afleiðingum að öryggi starfsfólks og fanga [sé] stefnt í hættu og virkni kerfisins skert til muna.“ Tölvuteiknuð loftmynd af hvernig fangelsissvæðið á Stóra-Hrauni gæti litið út þegar það verður tilbúið.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Til stendur að reisa nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka og verður það skammt frá Litla-Hrauni. Undir lok síðasta árs var greint frá því að fangelsið ætti að koma í stað Litla-Hrauns og yrði með um hundrað rými fyrir fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Kostnaður við verkefnið var þá áætlaður um sautján milljarðar króna. Kristín Eva Sveinsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna um fangelsismál skora öll á stjórnvöld að tryggja markvissa og nægilega fjármögnun og móta skýra framtíðarsýn um faglegt, öruggt og mannúðlegt fullnustukerfi. Það sé forsenda þess að íslenskt réttarríki standist alþjóðleg viðmið og samfélagslegar skyldur. Fangaverðir þurft aðstoð sérsveitar „Starfsfólk fangelsa hefur undanfarin misseri þurft að takast á við sífellt flóknari skjólstæðingahóp og fjölgun þungra ofbeldismála. Ofbeldi gegn fangavörðum hefur aukist og nýlega þurftu fangaverðir aðstoð sérsveitar vegna ástands sem skapaðist í fangelsinu Litla-Hrauni. Öryggisrými eru fullnýtt og ekki unnt að aðskilja fanga með ólíkar meðferðar- og öryggisþarfir, sem eykur hættu á átökum og ófyrirséðum atvikum,“ segir í tilkynningunni. Hópurinn segir fangelsið á Litla-Hrauni ítrekað hafa hlotið gagnrýni fyrir „óviðunandi húsnæðisaðstöðu sem hvorki [uppfylli] öryggiskröfur né skilyrði um mannúðlega vistun.“ Þá hafi Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis jafnframt bent á að aðbúnaður fanga og starfsfólks sé heilsuspillandi, faglega óviðunandi og hamli framkvæmd laga um fullnustu refsinga. Skortur á viðeigandi heilbrigðisþjónustu Til viðbótar hafi Hólmsheiði verið reist með áherslu á skammtímavistun fanga en sé nú í auknum mæli notað sem langtímavistunarúrræði vegna skorts á aðstöðu og úrræðum annars staðar. Þetta auki álag á starfsfólk og dragi úr sveigjanleika fangelsiskerfisins í heild. Uppbygging nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni er því sögð brýn og tímabær. Hópurinn segir að skortur sé á viðeigandi heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsiskerfisins og meðferðar- og endurhæfingarúrræði takmörkuð. Skert aðgengi að menntun og úrræðum dragi jafnframt úr líkum á árangursríkri betrun og samfélagslegri endurkomu fanga. Fréttin hefur verið uppfærð. Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. 21. apríl 2025 20:05 Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
„Ástand fullnustukerfisins einkennist af langvarandi vanfjármögnun, ófullnægjandi innviðum og aukinni öryggisáhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Þrátt fyrir viðvaranir frá bæði eftirlitsaðilum og stofnuninni sjálfri í áratugi hefur nauðsynleg uppbygging setið á hakanum,“ segir í yfirlýsingu hópsins. Þau segja ástand fangelsismála vera óásættanlegt. Málaflokkurinn hafi um árabil búið við skertar fjárheimildir, úreltan húsakost og úrræði af skornum skammti, „allt með þeim afleiðingum að öryggi starfsfólks og fanga [sé] stefnt í hættu og virkni kerfisins skert til muna.“ Tölvuteiknuð loftmynd af hvernig fangelsissvæðið á Stóra-Hrauni gæti litið út þegar það verður tilbúið.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Til stendur að reisa nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka og verður það skammt frá Litla-Hrauni. Undir lok síðasta árs var greint frá því að fangelsið ætti að koma í stað Litla-Hrauns og yrði með um hundrað rými fyrir fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Kostnaður við verkefnið var þá áætlaður um sautján milljarðar króna. Kristín Eva Sveinsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Fangelsisins á Hólmsheiði, Rannveig Brynja Sverrisdóttir, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða, félag fanga og áhugamanna um fangelsismál skora öll á stjórnvöld að tryggja markvissa og nægilega fjármögnun og móta skýra framtíðarsýn um faglegt, öruggt og mannúðlegt fullnustukerfi. Það sé forsenda þess að íslenskt réttarríki standist alþjóðleg viðmið og samfélagslegar skyldur. Fangaverðir þurft aðstoð sérsveitar „Starfsfólk fangelsa hefur undanfarin misseri þurft að takast á við sífellt flóknari skjólstæðingahóp og fjölgun þungra ofbeldismála. Ofbeldi gegn fangavörðum hefur aukist og nýlega þurftu fangaverðir aðstoð sérsveitar vegna ástands sem skapaðist í fangelsinu Litla-Hrauni. Öryggisrými eru fullnýtt og ekki unnt að aðskilja fanga með ólíkar meðferðar- og öryggisþarfir, sem eykur hættu á átökum og ófyrirséðum atvikum,“ segir í tilkynningunni. Hópurinn segir fangelsið á Litla-Hrauni ítrekað hafa hlotið gagnrýni fyrir „óviðunandi húsnæðisaðstöðu sem hvorki [uppfylli] öryggiskröfur né skilyrði um mannúðlega vistun.“ Þá hafi Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis jafnframt bent á að aðbúnaður fanga og starfsfólks sé heilsuspillandi, faglega óviðunandi og hamli framkvæmd laga um fullnustu refsinga. Skortur á viðeigandi heilbrigðisþjónustu Til viðbótar hafi Hólmsheiði verið reist með áherslu á skammtímavistun fanga en sé nú í auknum mæli notað sem langtímavistunarúrræði vegna skorts á aðstöðu og úrræðum annars staðar. Þetta auki álag á starfsfólk og dragi úr sveigjanleika fangelsiskerfisins í heild. Uppbygging nýs öryggisfangelsis á Stóra-Hrauni er því sögð brýn og tímabær. Hópurinn segir að skortur sé á viðeigandi heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu innan fangelsiskerfisins og meðferðar- og endurhæfingarúrræði takmörkuð. Skert aðgengi að menntun og úrræðum dragi jafnframt úr líkum á árangursríkri betrun og samfélagslegri endurkomu fanga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. 21. apríl 2025 20:05 Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. 21. apríl 2025 20:05
Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00