Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2025 14:52 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins ásamt þingmönnum flokksins. Lengst til vinstri er Ólafur Adolfsson þingflokksformaður. Vísir/Anton Brink Tveimur starfsmönnum þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur verið sagt upp. Um er að ræða enn eina breytinguna hjá þingflokknum sem nýlega skipti um framkvæmdastjóra og þingflokksformann. Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að tveimur starfsmönnum hafi verið sagt upp, þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange. Hann segir til standa að fá nýtt fólk inn í staðinn fyrir þau sem frá hverfa. Ólafur er nýtekinn við formennsku í þingflokknum eftir að Hildur Sverrisdóttir steig til hliðar úr formennskustól. Framkvæmdastjóriskipti urðu hjá flokknum í apríl þegar Björg Ásta Þórðardóttir tók við af Þórði Þórarinssyni sem hafði gegnt starfinu í ellefu ár. Þá var Berta Gunnarsdóttir ráðin fjármálastjóri flokksins í vor. Á Mbl.is kemur fram að Sigurbjörn Ingimundarson aðstoðarframkvæmdastjóri og Lilja Birgisdóttir framkvæmdastjóri landsfundar hafa einnig horfið á braut hjá flokknum eftir kjör Guðrúnar. Breytingarnar koma allar í kjölfar formannskjörs Guðrúnar Hafsteinsdóttur í febrúar þegar hún hafði betur eftir harða og jafna baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Áslaug Arna ákvað í kjölfarið að fara í leyfi frá Alþingi og er nú í háskólanámi í New York. Andri Steinn, sem sagt var upp í dag, er fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu frá því hún var ráðherra. Þá var hann hluti af teymi hennar í kosningarbaráttunni um formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum í upphafi árs. Viktor Ingi tilheyrir sömuleiðis þeim hópi Sjálfstæðismanna sem stóð með Áslaugu Örnu í baráttunni við Guðrúnu um formanninn. Þá gætu fleiri stórar breytingar verið í farvatninu hjá flokknum en komið hefur fram að til skoðunar sé að flytja starfsemi flokksins úr Valhöll í Reykjavík. Eftir brotthvarfi Andra Steins og Viktors Inga eru sex starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau eru Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og svo almennu starfsmennirnir Helgi Brynjarsson, Kristófer Már Maronsson, Sigríður Erla Sturludóttir og Tómas Þór Þórðarson auk Árna Grétars Finnssonar, aðstoðarmanns Guðrúnar formanns. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins staðfestir að tveimur starfsmönnum hafi verið sagt upp, þeim Andra Steini Hilmarssyni og Viktori Inga Lorange. Hann segir til standa að fá nýtt fólk inn í staðinn fyrir þau sem frá hverfa. Ólafur er nýtekinn við formennsku í þingflokknum eftir að Hildur Sverrisdóttir steig til hliðar úr formennskustól. Framkvæmdastjóriskipti urðu hjá flokknum í apríl þegar Björg Ásta Þórðardóttir tók við af Þórði Þórarinssyni sem hafði gegnt starfinu í ellefu ár. Þá var Berta Gunnarsdóttir ráðin fjármálastjóri flokksins í vor. Á Mbl.is kemur fram að Sigurbjörn Ingimundarson aðstoðarframkvæmdastjóri og Lilja Birgisdóttir framkvæmdastjóri landsfundar hafa einnig horfið á braut hjá flokknum eftir kjör Guðrúnar. Breytingarnar koma allar í kjölfar formannskjörs Guðrúnar Hafsteinsdóttur í febrúar þegar hún hafði betur eftir harða og jafna baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Áslaug Arna ákvað í kjölfarið að fara í leyfi frá Alþingi og er nú í háskólanámi í New York. Andri Steinn, sem sagt var upp í dag, er fyrrverandi aðstoðarmaður Áslaugar Örnu frá því hún var ráðherra. Þá var hann hluti af teymi hennar í kosningarbaráttunni um formannsstólinn hjá Sjálfstæðisflokknum í upphafi árs. Viktor Ingi tilheyrir sömuleiðis þeim hópi Sjálfstæðismanna sem stóð með Áslaugu Örnu í baráttunni við Guðrúnu um formanninn. Þá gætu fleiri stórar breytingar verið í farvatninu hjá flokknum en komið hefur fram að til skoðunar sé að flytja starfsemi flokksins úr Valhöll í Reykjavík. Eftir brotthvarfi Andra Steins og Viktors Inga eru sex starfsmenn þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau eru Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir framkvæmdastjóri og svo almennu starfsmennirnir Helgi Brynjarsson, Kristófer Már Maronsson, Sigríður Erla Sturludóttir og Tómas Þór Þórðarson auk Árna Grétars Finnssonar, aðstoðarmanns Guðrúnar formanns.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira