Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2025 14:03 Reykholt er einn af þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins er fengið úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Í Bláskógabyggð eru þrír þéttbýliskjarnar, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Auk þess er blómleg byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Íbúum Bláskógabyggðar hefur fjölgað mikið síðustu ár eins og Helgi Kjartansson, oddviti veit manna best. „Nú, það er svo mikið um að vera hjá okkur. Það er nóg að gera fyrir alla og hér er gott samfélag og hér er gott að búa. Hér er góð þjónusta líka. Hér er allt til alls, bara gott mannlíf og fólk sækir í það en umfram allt er það náttúrulega að hér er bara næga atvinnu að hafa og fólk sækir náttúrulega í það, fólk þarf að vinna einhvers staðar,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, sem er oddviti Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er íbúafjölgunin mikil? „Við erum komin aðeins yfir þúsund íbúa núna og okkur var náttúrulega að fjölga á tímabili á milli ára um tíu prósent en það hefur kannski aðeins hægst á því núna á milli ára. Það er kannski ekkert keppikefli hjá okkur að fjölga endalaust svona mikið en þetta er svona sex, sjö til átta prósent á milli ára,” segir Helgi. Íbúar Bláskógabyggðar eru greinilega mjög ánægðir að eiga heima í sveitarfélaginu enda er þeim alltaf að fjölga og fjölga. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Bláskógabyggð? „Það er náttúrulega mikið erlent vinnuafl, sem er að koma og vinna í þeim störfum, sem þarf að vinna. Svo er þetta líka fólk að koma til baka eftir nám og bara breyta til og flytja í sveitina,” segir Helgi oddviti brattur og alsæll með vinsældir sveitarfélagsins. Heimasíða Bláskógabyggðar Bláskógabyggð Mannfjöldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins er fengið úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Í Bláskógabyggð eru þrír þéttbýliskjarnar, Laugarás, Laugarvatn og Reykholt. Auk þess er blómleg byggð í dreifbýli sveitarfélagsins. Íbúum Bláskógabyggðar hefur fjölgað mikið síðustu ár eins og Helgi Kjartansson, oddviti veit manna best. „Nú, það er svo mikið um að vera hjá okkur. Það er nóg að gera fyrir alla og hér er gott samfélag og hér er gott að búa. Hér er góð þjónusta líka. Hér er allt til alls, bara gott mannlíf og fólk sækir í það en umfram allt er það náttúrulega að hér er bara næga atvinnu að hafa og fólk sækir náttúrulega í það, fólk þarf að vinna einhvers staðar,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, sem er oddviti Bláskógabyggðar. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er íbúafjölgunin mikil? „Við erum komin aðeins yfir þúsund íbúa núna og okkur var náttúrulega að fjölga á tímabili á milli ára um tíu prósent en það hefur kannski aðeins hægst á því núna á milli ára. Það er kannski ekkert keppikefli hjá okkur að fjölga endalaust svona mikið en þetta er svona sex, sjö til átta prósent á milli ára,” segir Helgi. Íbúar Bláskógabyggðar eru greinilega mjög ánægðir að eiga heima í sveitarfélaginu enda er þeim alltaf að fjölga og fjölga. Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða fólk er aðallega að flytja í Bláskógabyggð? „Það er náttúrulega mikið erlent vinnuafl, sem er að koma og vinna í þeim störfum, sem þarf að vinna. Svo er þetta líka fólk að koma til baka eftir nám og bara breyta til og flytja í sveitina,” segir Helgi oddviti brattur og alsæll með vinsældir sveitarfélagsins. Heimasíða Bláskógabyggðar
Bláskógabyggð Mannfjöldi Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira