Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 14:16 Jóna Árný Þórðardóttir segir von á nýjum búnaði til landsins í október. E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“ Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“
Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52