Fótbolti

Sæ­var hetjan í endurkomusigri Brann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sævar Atli og Eggert Aron voru báðir í byrjunarliði Brann.
Sævar Atli og Eggert Aron voru báðir í byrjunarliði Brann. Brann

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann unnu sterkan 3-2 sigur er liðið tók á móti Valerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sævar Atli Magnússon reyndist hetja heimamanna.

Sævar og Eggert Aron Guðmundsson voru í byrjunarliði Brann í dag, en það voru gestinrir í Valerenga sem tóku forystuna með marki strax á áttundu mínútu.

Heimamenn jöfnuðu metin sex mínútum síðar, en gestirnir tóku forystuna á ný snemma í síðari hálfleik.

Felix Myhre jafnaði hins vegar metin í 2-2 á 57. mínútu áður en Sævar tryggði Brann 3-2 sigur með marki þegar um 25 mínútur voru til leiksloka.

Úrslitin þýða að Brann situr í þriðja sæti norsku deildarinnar með 40 stig eftir 20 leiki, átta stigum á eftir toppliði Bodo/Glimt, sem hefur þó leikið einum leik meira.

Valerenga situr hins vegar í sjöunda sæti með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×