Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 10:03 Víkingur gæti komist á topp Bestu deildarinnar í dag og Vestri er eitt þeirra liða sem berjast um sæti í efri hlutanum fyrir skiptingu. vísir/Diego Það er hart barist um alla deild í Bestu deild karla í fótbolta og þannig verður það í 22. umferðinni í dag, lokaumferðinni áður en deildinni verður skipt í efri og neðri hluta. Stórleikur á Hlíðarenda, botnslagur og fimm lið keppa um síðustu tvö lausu sætin í efri hlutanum. Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni. Besta deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu: Staðan og leikirnir í lokaumferð fyrir skiptingu í tvo sex liða hluta.Vísir Það er til mikils að vinna fyrir liðin að komast í efri hlutann því segja má að öll liðin í neðri hlutanum séu enn í fallbaráttu, svo jöfn er deildin. Neðstu tvö liðin, ÍA og Afturelding, mætast á morgun og því ljóst að annað þeirra mun færast nær næstu liðum og soga þau nær fallsæti. Í kvöld er svakalegur leikur í titilbaráttunni því Valur og Stjarnan mætast á Hlíðarenda og getur Stjarnan jafnað Val að stigum með sigri. Víkingar geta þá verið búnir að koma sér á toppinn því þeir mæta KR síðdegis. KR-ingar eiga ekki lengur von um að komast í efri hlutann og eru raunar aðeins þremur stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botninum. Í baráttunni um að enda í efri hlutanum eru fimm lið að berjast, og fjögur þeirra mætast innbyrðis í dag. Eyjamenn mæta svo Breiðabliki á morgun og munu þá vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera til að enda í efri hlutanum, en þeir sitja í 7. sæti. KA og Vestri mætast á Akureyri og ef hvorugt liðið vinnur er afar líklegt að þau endi bæði í neðri hlutanum. Sigurliðið á hins vegar von. FH og Fram mætast í Kaplakrika og þar dugar FH jafntefli (nema Vestri vinni átta marka sigur á KA) til að tryggja sig í efri hlutann en Fram þarf sigur til þess að þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Hvaða lið enda í efri hlutanum? Valur, Víkingur, Stjarnan og Breiðablik verða í efri hlutanum en hvaða tvö lið verða með þeim þar? Hér eru möguleikarnir: FH: Öruggt í efri hlutann með sigri og nánast öruggt með jafntefli (ekki nema Vestri vinni átta marka sigur á KA). Ef FH tapar þarf liðið að treysta á að Vestri vinni ekki KA og að ÍBV vinni ekki Breiðablik. Fram: Þarf að vinna FH til að tryggja sér sæti í efri hlutanum. Jafntefli dugar ef Vestri vinnur ekki KA og ÍBV vinnur ekki Breiðablik. ÍBV: Er í þeirri stöðu að vita önnur úrslit fyrir leik sinn við Breiðablik en mun alltaf þurfa að minnsta kosti jafntefli. Hentar best að FH vinni Fram og að Vestri vinni ekki KA. Vestri: Dugar að öllum líkindum ekkert nema sigur gegn KA en þarf svo að treyst á að ÍBV vinni ekki Breiðablik. KA: Dugar ekkert nema sigur gegn Vestra. Er með afar slæma markatölu og þarf að treysta á að Fram tapi gegn FH og ÍBV tapi gegn Breiðabliki. Eftir að deildinni hefur verið skipt upp leika liðin svo fimm umferðir sem búast má við að verði æsispennandi, á toppi sem og botni.
Besta deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira