Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 13:40 Melissa Jefferson-Wooden fagnaði ákaft eftir magnað hlaup sitt í dag þegar hún varð heimsmeistari og setti mótsmet í 100 metra hlaupi. Getty/Oliver Weiken Jamaíka eignaðist gull- og silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag og einnig silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi kvenna. Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira
Það var hins vegar hin bandaríska Melissa Jefferson-Wooden, bronsverðlaunahafi frá því á ÓL í fyrra, sem varð heimsmeistari kvenna með afar sannfærandi hætti. Hún kom langfyrst í mark á nýju mótsmeti, 10,61 sekúndum, eða 15/100 úr sekúndu á undan Tiu Clayton frá Jamaíku. Ólympíumeistarinn Julien Alfred varð svo að sætta sig við bronsið á 10,84 sekúndum. Í 100 metra hlaupi karla þjófstartaði Letsile Tebogo frá Botsvana og var dæmdur úr keppni. Þegar keppendur störtuðu svo aftur voru það Jamaíkumennirnir sem hlupu hraðast. Oblique Seville reif bolinn sinn um leið og hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn, og fagnaði ber að ofan.Getty/Hannah Peters Oblique Seville, sem varð í 8. sæti á ÓL í fyrra, vann heimsmeistaratitilinn með því að hlaupa á 9,77 sekúndum. Hann var sjónarmun á undan Kishane Thompson sem líkt og á ÓL varð að sætta sig við silfrið. Ólympíumeistarinn Noah Lyles varð svo í 3. sæti á 9,89 sekúndum, rétt á undan landa sínum Kenny Bednarek sem fór of hægt af stað. Franskur sigur í 10.000 metra hlaupi Hin bandaríska Tara Davis-Woodhall vann öruggan sigur í langstökki kvenna með 7,13 metra stökki. Hún var sú eina sem stökk yfir sjö metra en Malaika Mihambo frá Þýskalandi fékk silfur með 6,99 metra stökki og Natalia Linares frá Kólumbíu brons með 6,92 metra stökki. Frakkinn Jimmy Gressier vann óvæntan sigur í 10.000 metra hlaupi karla á 28:55,77 mínútum, eftir frábæran endasprett þar sem hann stakk sér fram úr Yomif Kejelcha frá Eþíópíu og varð 6 sekúndubrotum á undan í mark. Svíinn Andreas Almgren vann svo bronsið á 28:56,02.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Sjá meira