Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar 15. september 2025 09:30 Í heimsókn á Grenivík Það var eitt sinn sem ég var gestkomandi á heimili mektarhjóna á Grenivík ásamt foreldrum mínum. Ég á að hafa verið um það bil fimm ára hnokki, kotroskinn með eplakinnar. Ég man þetta óljóst en móðir mín sáluga rifjaði nokkuð reglulega upp þessa heimsókn. Þetta var dagpartur hjá læknishjónunum Árna og Kristínu. Árni var þarna fremur þögull og íhugull en Kristín aftur á móti óvenju málglöð og kunn fyrir það. Í þessari heimsókn hafði hún orðið, enda margt sem henni lá á hjarta. Viðstaddir voru ein eyru og meira að segja fimm ára snáðinn sem þó var á sama tíma upptekinn við leikfangabíl. Skyndilega hætti Kristín í miðri frásögn, því hún mundi eftir kaffinu og stóð upp til að sækja það í eldhúsið. Þegar hún var farin varð drengnum starsýnt á Árna og svo gall í honum, talaðu núna, talaðu! Þessa sögu hef ég sem sagt margsinnis heyrt og hafði ávallt jafn gaman af því að heyra móður mína segja hana því hún var frásagnarglöð eins og læknisfrúin og lét góðar sögur heldur sjaldnast líða fyrir sannleikann. Gæðahringur Þessi frásögn sækir ósjaldan á mig þegar umræðuhefðin í samfélaginu okkar ber á góma. Þar er ég ekki endilega að velta fyrir mér læknisfrúnni sem hafði gjarnan orðið eða viðstöddum gestum forðum sem nutu þess að hlusta eða hugsa á meðan. Nei, það er jafnvel meira barnið og hvatning þess sem hafði augljóslega fylgst grannt með og beðið eftir því að einhver annar segði eitthvað og kæmist að. Ég hef líka oftsinnis hugsað um þetta núna sem fullorðin manneskja innan um fólk í margvíslegum aðstæðum. Stundum hefur aðeins einn í hópnum orðið, aðrir bara hlusta, komast jafnvel ekki að þó þeim búi margt í brjósti. Og þá koma sömu orðin allt að því fram á varir, talaðu núna, talaðu! Það er nefnilega svo ótrúlega mikilvægt að ná fram hugðarefnum og skoðunum sem flestra. Við þekkjum mörg hina svokölluðu gæðahringi. Þeir nýtast vel. Þegar þú heldur á boltanum þá veistu að þú hefur orðið. Afskaplega dýrmætir hringir með traustum stjórnanda, þú hvílir í því að tala meðan þú heldur á boltanum en hlustar annars. Margar skynsamar skoðanir og hugmyndir verða nefnilega útundan í háværum orðaflaumi þeirra sem halda fast um míkrófóninn. Aðferð gæðahringsins hefði vafalaust nýst ágætlega um daginn í Kastljósþættinum umrædda og títtnefnda með þeim Þorbjörgu og Snorra. Liðin En ég ætla ekki að velta mér frekar upp úr því tiltekna viðtali, nóg er nú samt, heldur þeirri staðreynd að nú er fólki svo í mun að koma sínu að, að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að verja sitt að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að vera til hægri eða vera til vinstri að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að minna á að það sé hvorki til hægri né vinstri eða í nokkru liði yfir höfuð að það gleymir alveg að hlusta. Það er vandlifað. En það ríkir óþol vegna þessarar liðakeppni og ófá telja sig þurfa að koma málstað sinna liða á framfæri með afgerandi hætti svo þau verði ekki undir og umræðan litast af því. Tala nú ekki um þegar við höfum verið sett í ákveðin lið af einhverjum sem við kunnum ekki skil á einkum til þess að veikja málflutng okkar og við reynum eftir fremsta megni að sverja það allt af okkur. Það er sérkennileg staða og einhvern veginn kemur fátt út úr þessu öllu nema orðaflaumurinn og ræðukeppnin sem fjölmiðlar og fleiri miðlar nærast hvað mest á og hafa í reynd hag af að birta og bjóða fólki. Þrátt fyrir hvatningu snáðans forðum fór læknirinn ekki á neitt flug, nýtti tækifærið til að hlusta fremur á þögnina sem myndaðist og jafnvel orðin sem frúin skildi eftir í henni. Það er sömuleiðis gott að hlusta á þögnina því í henni fáum við oft snjallar hugmyndir. En svo megum við vita að þó við teljum okkur vera í ákveðnum liðum, eða barasta alls ekki, þá megum við segja það sem okkur finnst, en látum vera að meiða fólk eða grafa undan tilvistargrundvelli þess. Það veit ég að frásagnarstundin í læknishúsinu gekk síst út á það og hafði síst nokkuð með það að gera. Að standa með fólki Að endingu. Ég er einkum í liði Jesú og hef gert það að ævistarfi mínu að þjóna honum og fjalla um málefni líðandi stundar út frá þeirri sýn sem hann færir mér. Það er merkilega gefandi og kraftaverki líkast að sjá þá sýn virka og raungerast í misjöfnum aðstæðum fólks í gleði jafnt sem sorg. Ég hef fengið að lifa það og reyna í tæpan aldarfjórðung sem prestur. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem stendur í pólitískri eldlínu, tala nú ekki um á ólgutímum sem þessum sem við lifum nú. En ég hef sjálfur aldrei viljað binda mig við einhvern einn stjórnmálaflokk fremur en annan þó ég gleymi því aldrei að nýta minn lýðræðislega rétt til að kjósa. Ég vil hins vegar geta prédikað Orðið og fagnaðarerindi Krists án þess að búið sé að merkja varir mínar þá þegar hægri eða vinstri eða með einhverjum öðrum merkimiðum sem draga í dilka. Samfélagsmálin má víst ræða út frá margvíslegum öðrum hliðum en hægri og vinstri t.d. þeirri staðreynd að þú standir með lífinu, þú standir með fólki og tilvistargrunvelli þess, þú standir með þeim jaðarsettu, þú standir með þeim sem ekki hafa rödd, sem líða undan valdsmennsku, hervæðingu, stríði og ofbeldi, þú standir með mannréttindum, hjálparstarfi, þeim sem upplifa sig á annan hátt en aðrir í eigin líkama og umhverfi, og þú auðsýnir kærleika því á því græða allir en seint á grimmd og hatri. Það er segin saga. Þetta snýst einkum og sér í lagi um sjálfsvirðingu þína og þar af leiðandi virðingu fyrir öðru fólki. Það er mergur máls og það er líka það sem skiptir máli þegar upp er staðið, þegar hismið verður greint frá kjarnanum, og það upplifum við alveg sérstaklega þegar við stöndum sjálf berskjölduð og vanmáttug frammi fyrir lífinu og leyndardómum þess. Höfundur er manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í heimsókn á Grenivík Það var eitt sinn sem ég var gestkomandi á heimili mektarhjóna á Grenivík ásamt foreldrum mínum. Ég á að hafa verið um það bil fimm ára hnokki, kotroskinn með eplakinnar. Ég man þetta óljóst en móðir mín sáluga rifjaði nokkuð reglulega upp þessa heimsókn. Þetta var dagpartur hjá læknishjónunum Árna og Kristínu. Árni var þarna fremur þögull og íhugull en Kristín aftur á móti óvenju málglöð og kunn fyrir það. Í þessari heimsókn hafði hún orðið, enda margt sem henni lá á hjarta. Viðstaddir voru ein eyru og meira að segja fimm ára snáðinn sem þó var á sama tíma upptekinn við leikfangabíl. Skyndilega hætti Kristín í miðri frásögn, því hún mundi eftir kaffinu og stóð upp til að sækja það í eldhúsið. Þegar hún var farin varð drengnum starsýnt á Árna og svo gall í honum, talaðu núna, talaðu! Þessa sögu hef ég sem sagt margsinnis heyrt og hafði ávallt jafn gaman af því að heyra móður mína segja hana því hún var frásagnarglöð eins og læknisfrúin og lét góðar sögur heldur sjaldnast líða fyrir sannleikann. Gæðahringur Þessi frásögn sækir ósjaldan á mig þegar umræðuhefðin í samfélaginu okkar ber á góma. Þar er ég ekki endilega að velta fyrir mér læknisfrúnni sem hafði gjarnan orðið eða viðstöddum gestum forðum sem nutu þess að hlusta eða hugsa á meðan. Nei, það er jafnvel meira barnið og hvatning þess sem hafði augljóslega fylgst grannt með og beðið eftir því að einhver annar segði eitthvað og kæmist að. Ég hef líka oftsinnis hugsað um þetta núna sem fullorðin manneskja innan um fólk í margvíslegum aðstæðum. Stundum hefur aðeins einn í hópnum orðið, aðrir bara hlusta, komast jafnvel ekki að þó þeim búi margt í brjósti. Og þá koma sömu orðin allt að því fram á varir, talaðu núna, talaðu! Það er nefnilega svo ótrúlega mikilvægt að ná fram hugðarefnum og skoðunum sem flestra. Við þekkjum mörg hina svokölluðu gæðahringi. Þeir nýtast vel. Þegar þú heldur á boltanum þá veistu að þú hefur orðið. Afskaplega dýrmætir hringir með traustum stjórnanda, þú hvílir í því að tala meðan þú heldur á boltanum en hlustar annars. Margar skynsamar skoðanir og hugmyndir verða nefnilega útundan í háværum orðaflaumi þeirra sem halda fast um míkrófóninn. Aðferð gæðahringsins hefði vafalaust nýst ágætlega um daginn í Kastljósþættinum umrædda og títtnefnda með þeim Þorbjörgu og Snorra. Liðin En ég ætla ekki að velta mér frekar upp úr því tiltekna viðtali, nóg er nú samt, heldur þeirri staðreynd að nú er fólki svo í mun að koma sínu að, að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að verja sitt að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að vera til hægri eða vera til vinstri að það gleymir alveg að hlusta. Nú er fólki svo í mun að minna á að það sé hvorki til hægri né vinstri eða í nokkru liði yfir höfuð að það gleymir alveg að hlusta. Það er vandlifað. En það ríkir óþol vegna þessarar liðakeppni og ófá telja sig þurfa að koma málstað sinna liða á framfæri með afgerandi hætti svo þau verði ekki undir og umræðan litast af því. Tala nú ekki um þegar við höfum verið sett í ákveðin lið af einhverjum sem við kunnum ekki skil á einkum til þess að veikja málflutng okkar og við reynum eftir fremsta megni að sverja það allt af okkur. Það er sérkennileg staða og einhvern veginn kemur fátt út úr þessu öllu nema orðaflaumurinn og ræðukeppnin sem fjölmiðlar og fleiri miðlar nærast hvað mest á og hafa í reynd hag af að birta og bjóða fólki. Þrátt fyrir hvatningu snáðans forðum fór læknirinn ekki á neitt flug, nýtti tækifærið til að hlusta fremur á þögnina sem myndaðist og jafnvel orðin sem frúin skildi eftir í henni. Það er sömuleiðis gott að hlusta á þögnina því í henni fáum við oft snjallar hugmyndir. En svo megum við vita að þó við teljum okkur vera í ákveðnum liðum, eða barasta alls ekki, þá megum við segja það sem okkur finnst, en látum vera að meiða fólk eða grafa undan tilvistargrundvelli þess. Það veit ég að frásagnarstundin í læknishúsinu gekk síst út á það og hafði síst nokkuð með það að gera. Að standa með fólki Að endingu. Ég er einkum í liði Jesú og hef gert það að ævistarfi mínu að þjóna honum og fjalla um málefni líðandi stundar út frá þeirri sýn sem hann færir mér. Það er merkilega gefandi og kraftaverki líkast að sjá þá sýn virka og raungerast í misjöfnum aðstæðum fólks í gleði jafnt sem sorg. Ég hef fengið að lifa það og reyna í tæpan aldarfjórðung sem prestur. Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem stendur í pólitískri eldlínu, tala nú ekki um á ólgutímum sem þessum sem við lifum nú. En ég hef sjálfur aldrei viljað binda mig við einhvern einn stjórnmálaflokk fremur en annan þó ég gleymi því aldrei að nýta minn lýðræðislega rétt til að kjósa. Ég vil hins vegar geta prédikað Orðið og fagnaðarerindi Krists án þess að búið sé að merkja varir mínar þá þegar hægri eða vinstri eða með einhverjum öðrum merkimiðum sem draga í dilka. Samfélagsmálin má víst ræða út frá margvíslegum öðrum hliðum en hægri og vinstri t.d. þeirri staðreynd að þú standir með lífinu, þú standir með fólki og tilvistargrunvelli þess, þú standir með þeim jaðarsettu, þú standir með þeim sem ekki hafa rödd, sem líða undan valdsmennsku, hervæðingu, stríði og ofbeldi, þú standir með mannréttindum, hjálparstarfi, þeim sem upplifa sig á annan hátt en aðrir í eigin líkama og umhverfi, og þú auðsýnir kærleika því á því græða allir en seint á grimmd og hatri. Það er segin saga. Þetta snýst einkum og sér í lagi um sjálfsvirðingu þína og þar af leiðandi virðingu fyrir öðru fólki. Það er mergur máls og það er líka það sem skiptir máli þegar upp er staðið, þegar hismið verður greint frá kjarnanum, og það upplifum við alveg sérstaklega þegar við stöndum sjálf berskjölduð og vanmáttug frammi fyrir lífinu og leyndardómum þess. Höfundur er manneskja.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun