Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2025 10:00 Brian Kilmeade er einn af stjórnendum Fox & Friends, sem ku vera einn vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna. AP/Ted Shaffrey Brian Kilmead, einn stjórnenda Fox & Friends, hefur beðist afsökunar eftir að hann kallaði eftir því að heimilislaust fólk sem á við geðræn vandamál að stríða yrði aflífað. Hann segir ummæli sín hafa verið „einstaklega kaldranaleg“. Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025 Bandaríkin Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Í þætti Fox & Friends á miðvikudaginn í síðustu viku voru þau Kilmeade, Lawrence Jones og Ainsley Earhardt, stjórnendur morgunþáttarins, að ræða morðið á Irynu Zarutska, sem var stungin til bana í lest í Charlotte í Norður-Karólínu í síðasta mánuði. Hún var stungin af heimilislausum manni sem hefur lengi glímt við geðræn vandamál og er með langan brotaferil. Í þættinum var Jones, samkvæmt AP fréttaveitunni, að tala um það að fangelsa ætti veikt og heimilislaust fólk sem neitaði að þiggja aðstoð. Það væri ekki hægt að bjóða þeim valkost. Annað hvort fengju þau aðstoð eða yrðu læst inni. „Þannig þarf það að vera núna,“ sagði Jones. Þá bætti Kilmeade við: „Eða aftaka með sprautu eða eitthvað. Drepa þau bara.“ Fox & Friends eru sagðir vera einhverjir vinsælustu sjónarpsþættir Bandaríkjanna. Kilmeade var harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli og baðst hann afsökunar á þeim í gær. Þá mætti hann í helgarþátt Fox & Friends í gær og baðst afsökunar. Kilmeade sagði það hafa verið rangt af sér að segja að réttast væri að drepa heimilislaust fólk og kallaði ummæli sín „einstaklega kaldranaleg“. Hann sagðist „augljóslega“ vera meðvitaður um að allir veikir og heimilislausir hegðuðu sér ekki eins og morðinginn í Norður-Karólínu og að margir heimilislausir ættu samúð og samkennd skilda. .@kilmeade apologized for his comments about homeless people getting lethal injections this morning on Fox & Friends, saying "so many homeless people deserve our empathy and compassion."Here's the clip of his apology 👇 https://t.co/XMuRlYM5i4 pic.twitter.com/SqKq1QmBAc— Aaron Rupar (@atrupar) September 14, 2025
Bandaríkin Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira