„Ég mun ekki sjá eftir honum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 20:35 Helgi Magnús segist ekki trúa öðru en að Kourani verði kominn aftur til landsins þegar honum lystir. vísir „Megi hann fara og vera en ég vona svo sannarlega að hann komi aldrei aftur til Íslands,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkssaksóknari um nýjustu vendingar í máli Mohamads Kourani. Helgi, sem sætti líflátshótunum frá Kourani í mörg ár, er þó viss um að Kourani komist áfallalaust inn í landið á ný reyni hann það. Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Oft hugsað um framhaldið Áður hefur verið fjallað um áralangar líflátshótanir sem Helgi Magnús og fjölskylda hans þurfti að sitja undir af hendi Kourani. Helgi Magnús vakti athygli síðasta sumar er hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi mál Kourani eftir að hann var sakfelldur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Sjá einnig: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ „Ég mun ekki sjá eftir honum. Ég hef velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef hann yrði látinn laus á reynslulausn. Hvort hann myndi halda uppteknum hætti eða hvort ég þyrfti að vera að fylgjast með hvort hann nálgaðist mig eða börnin mín og fjölskyldu,“ segir Helgi Magnús í samtali við fréttastofu. „Ég tjáði mig um þennan mann og hvernig það væri að sitja undir þessu og þú veist hvernig það endaði.“ Sakar yfirvöld um sleifarlag Í kjölfar ummæla Helga Magnúsar óskaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra að hann yrði leystur frá störfum. Guðrún komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að ummæli Helga Magnúsar hafi verið óviðeigandi en hann yrði ekki leystur frá störfum. Í vor var aftur á móti greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefði boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, boð sem Helgi Magnús hafnaði og lét því alfarið af störfum hjá ríkinu. Sem fyrr segir fær Kourani ekki að koma aftur til landsins í þrjátíu ár eftir að honum verður vísað úr landi brott. Helgi Magnús segir þó alls ekki útilokað að hann komi aftur til landsins áfallalaust. Hann sakar yfirvöld um sleifarlag í málinu frá því að hann braut fyrst af sér fyrir átta árum síðan. „Við þekkjum þá sögu sem hefur verið síðan. Hann er búinn að vera á okkar framfæri í því að beita ofbeldi og hótunum. Síðan hefur verið talað um þessi ónýtu útlendingalög sem voru náttúrlega grundvöllurinn að þessu öllu,“ segir Helgi Magnús og vísar til átján mánaða reglunnar. Dvalarleyfisumsókn Kourani var ekki afgreidd innan átján mánaða frá því að hún barst og því fékk hann dvalarleyfi á grundvelli reglunnar. Komi aftur „þegar honum hentar“ Dómsmálaráðherra hyggst á núlíðandi þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem átján mánaða reglan, sem er séríslensk, er felld úr gildi. Þá felur frumvarpið í sér reglu um afturköllun alþjóðlegrar verndar hafi handhafi hennar brotið alvarlega af sér. Helgi Magnús hefur litla trú á áformum ráðherra. „Það hefur ekki orðið neitt úr neinu hjá þessu fólki annað en tal og hjal. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þessi maður geti bara komið hingað þegar honum hentar, bara ef honum sýnist,“ segir Helgi Magnús sem segir landamærin galopin. „Í mörg ár hafa menn verið fluttir úr landi með öllum tilkostnaði í lögreglufylgd og þrátt fyrir endurkomubann eru þeir komnir aftur til landsins á undan lögreglumönnunum.“ Þá segir hann Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum þann eina á landinu sem ráðist hefði af nægilegri hörku í útlendingamálin. Úlfar lauk störfum sem lögreglustjóri í maí eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það er búið að reka eina lögreglustjórann í landinu sem hefur staðið í fæturna gagnvart þessum glæpamönnum hér, Úlfar Lúðvíksson. Ég hef ekki trú á öðru en að það sem þó var verið að reyna að stoppa í götin í Keflavíkurflugvelli, þau göt séu öll galopin aftur. Af einhverjum ástæðum hefur hann verið látinn hætta, væntanlega hefur hann ekki sýnt af sér sama sleifarlagið og ráðherrar hafa gert hingað til.“ Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Landamæri Tengdar fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Oft hugsað um framhaldið Áður hefur verið fjallað um áralangar líflátshótanir sem Helgi Magnús og fjölskylda hans þurfti að sitja undir af hendi Kourani. Helgi Magnús vakti athygli síðasta sumar er hann var ómyrkur í máli þegar hann ræddi mál Kourani eftir að hann var sakfelldur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Sjá einnig: „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ „Ég mun ekki sjá eftir honum. Ég hef velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef hann yrði látinn laus á reynslulausn. Hvort hann myndi halda uppteknum hætti eða hvort ég þyrfti að vera að fylgjast með hvort hann nálgaðist mig eða börnin mín og fjölskyldu,“ segir Helgi Magnús í samtali við fréttastofu. „Ég tjáði mig um þennan mann og hvernig það væri að sitja undir þessu og þú veist hvernig það endaði.“ Sakar yfirvöld um sleifarlag Í kjölfar ummæla Helga Magnúsar óskaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir því við Guðrúnu Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra að hann yrði leystur frá störfum. Guðrún komst að þeirri niðurstöðu í september í fyrra að ummæli Helga Magnúsar hafi verið óviðeigandi en hann yrði ekki leystur frá störfum. Í vor var aftur á móti greint frá því að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefði boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, boð sem Helgi Magnús hafnaði og lét því alfarið af störfum hjá ríkinu. Sem fyrr segir fær Kourani ekki að koma aftur til landsins í þrjátíu ár eftir að honum verður vísað úr landi brott. Helgi Magnús segir þó alls ekki útilokað að hann komi aftur til landsins áfallalaust. Hann sakar yfirvöld um sleifarlag í málinu frá því að hann braut fyrst af sér fyrir átta árum síðan. „Við þekkjum þá sögu sem hefur verið síðan. Hann er búinn að vera á okkar framfæri í því að beita ofbeldi og hótunum. Síðan hefur verið talað um þessi ónýtu útlendingalög sem voru náttúrlega grundvöllurinn að þessu öllu,“ segir Helgi Magnús og vísar til átján mánaða reglunnar. Dvalarleyfisumsókn Kourani var ekki afgreidd innan átján mánaða frá því að hún barst og því fékk hann dvalarleyfi á grundvelli reglunnar. Komi aftur „þegar honum hentar“ Dómsmálaráðherra hyggst á núlíðandi þingi leggja fram lagafrumvarp þar sem átján mánaða reglan, sem er séríslensk, er felld úr gildi. Þá felur frumvarpið í sér reglu um afturköllun alþjóðlegrar verndar hafi handhafi hennar brotið alvarlega af sér. Helgi Magnús hefur litla trú á áformum ráðherra. „Það hefur ekki orðið neitt úr neinu hjá þessu fólki annað en tal og hjal. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þessi maður geti bara komið hingað þegar honum hentar, bara ef honum sýnist,“ segir Helgi Magnús sem segir landamærin galopin. „Í mörg ár hafa menn verið fluttir úr landi með öllum tilkostnaði í lögreglufylgd og þrátt fyrir endurkomubann eru þeir komnir aftur til landsins á undan lögreglumönnunum.“ Þá segir hann Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum þann eina á landinu sem ráðist hefði af nægilegri hörku í útlendingamálin. Úlfar lauk störfum sem lögreglustjóri í maí eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti honum að staða lögreglustjórans yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það er búið að reka eina lögreglustjórann í landinu sem hefur staðið í fæturna gagnvart þessum glæpamönnum hér, Úlfar Lúðvíksson. Ég hef ekki trú á öðru en að það sem þó var verið að reyna að stoppa í götin í Keflavíkurflugvelli, þau göt séu öll galopin aftur. Af einhverjum ástæðum hefur hann verið látinn hætta, væntanlega hefur hann ekki sýnt af sér sama sleifarlagið og ráðherrar hafa gert hingað til.“
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Landamæri Tengdar fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 15. september 2025 16:47