Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2025 09:01 Illa hefur gengið hjá KR-ingunum hans Óskars Hrafns Þorvaldssonar í sumar. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. Tapið á sunnudaginn var jöfnun á stærsta tapi KR í deildakeppni frá því keppni á Íslandsmótinu hófst 1912. KR-ingar eru í 10. sæti Bestu deildar karla með 24 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti fyrir leikina fimm í úrslitakeppninni. Í Stúkunni í gær fóru þeir Baldur og Sigurbjörn yfir upplegg KR-inga í leiknum gegn Víkingum. Baldur segir að Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, hafi orðið á messunni. „Ég heyrði Óskar líka tala um að mönnum leið kannski ekkert voðalega vel í varnarleiknum og það gerðu þeir svo sannarlega ekki því þarna voru menn, margir hverjir, nánast að spila nýjar stöður. Fyrstu þrjú mörk Víkinga er uppstillingunni að kenna vil ég meina,“ sagði Baldur. „Til að bæta ofan á það gerðist það sem við höfum séð í dálítið langan tíma; þessi svokallaða rangstöðuvörn KR, hvernig þeir stoppa og ætla alltaf að reyna að spila andstæðinginn rangstæðan. Þeir standa bara, bíða og vona að hlaupið komi ekki. Þetta er svo sérstakur varnarleikur. Við Bjössi spiluðum old boys leik við fimmtuga Skota í fyrra og þeir spiluðu svona vörn, því þeir höfðu ekki hreyfigetuna til að hlaupa til baka. Þeir standa hátt, lyfta upp höndinni og vonast eftir rangstöðu. Klók lið refsa svona,“ sagði Baldur ennfremur yfir myndefni af mislukkaðri rangstöðutaktík KR. Klippa: Stúkan - umræða um upplegg KR Baldur segir að Óskar Hrafn hafi nánast gefið frat í varnarleik KR í sumar. „Hvernig þeir eru að spila og hvernig hann hefur hundsað varnarleikinn alveg frá byrjun, talað um að þeir ætli bara að taka sóknarleikinn fyrir og varnarleikurinn kemur svo bara seinna. Það er aldeilis að koma í bakið á þeim núna og hefur versnað og versnað,“ sagði Baldur. „Þetta eru ekki slæmir leikmenn. Kannski ekki jafn góðir og við vorum með í Blikaliðinu. Þetta er kannski ekki Íslandsmeistarahópur en það hjálpar þeim ekki að vera að spila svona. Við erum að horfa á mjög fína leikmenn í efstu deild spila mjög illa út af því hvernig þeir stilla upp.“ Sigurbjörn tók svo til máls. „Leikurinn minnti mig á unga gamla á æfingu. Ungir með boltann, allir að hlaupa og flott en svo rúlla gamlir upp leiknum,“ sagði Sigurbjörn. Hann er sannfærður um að ef KR bjargar sér frá falli muni liðið koma sterkara til baka og Óskari takist að fara með það á þann stað sem hann vill. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03 Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Tapið á sunnudaginn var jöfnun á stærsta tapi KR í deildakeppni frá því keppni á Íslandsmótinu hófst 1912. KR-ingar eru í 10. sæti Bestu deildar karla með 24 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti fyrir leikina fimm í úrslitakeppninni. Í Stúkunni í gær fóru þeir Baldur og Sigurbjörn yfir upplegg KR-inga í leiknum gegn Víkingum. Baldur segir að Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, hafi orðið á messunni. „Ég heyrði Óskar líka tala um að mönnum leið kannski ekkert voðalega vel í varnarleiknum og það gerðu þeir svo sannarlega ekki því þarna voru menn, margir hverjir, nánast að spila nýjar stöður. Fyrstu þrjú mörk Víkinga er uppstillingunni að kenna vil ég meina,“ sagði Baldur. „Til að bæta ofan á það gerðist það sem við höfum séð í dálítið langan tíma; þessi svokallaða rangstöðuvörn KR, hvernig þeir stoppa og ætla alltaf að reyna að spila andstæðinginn rangstæðan. Þeir standa bara, bíða og vona að hlaupið komi ekki. Þetta er svo sérstakur varnarleikur. Við Bjössi spiluðum old boys leik við fimmtuga Skota í fyrra og þeir spiluðu svona vörn, því þeir höfðu ekki hreyfigetuna til að hlaupa til baka. Þeir standa hátt, lyfta upp höndinni og vonast eftir rangstöðu. Klók lið refsa svona,“ sagði Baldur ennfremur yfir myndefni af mislukkaðri rangstöðutaktík KR. Klippa: Stúkan - umræða um upplegg KR Baldur segir að Óskar Hrafn hafi nánast gefið frat í varnarleik KR í sumar. „Hvernig þeir eru að spila og hvernig hann hefur hundsað varnarleikinn alveg frá byrjun, talað um að þeir ætli bara að taka sóknarleikinn fyrir og varnarleikurinn kemur svo bara seinna. Það er aldeilis að koma í bakið á þeim núna og hefur versnað og versnað,“ sagði Baldur. „Þetta eru ekki slæmir leikmenn. Kannski ekki jafn góðir og við vorum með í Blikaliðinu. Þetta er kannski ekki Íslandsmeistarahópur en það hjálpar þeim ekki að vera að spila svona. Við erum að horfa á mjög fína leikmenn í efstu deild spila mjög illa út af því hvernig þeir stilla upp.“ Sigurbjörn tók svo til máls. „Leikurinn minnti mig á unga gamla á æfingu. Ungir með boltann, allir að hlaupa og flott en svo rúlla gamlir upp leiknum,“ sagði Sigurbjörn. Hann er sannfærður um að ef KR bjargar sér frá falli muni liðið koma sterkara til baka og Óskari takist að fara með það á þann stað sem hann vill. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03 Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ KR tapaði 0-7 fyrir Víkingum í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Stærsta deildartap KR-inga og það á heimavelli. 14. september 2025 19:03
Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli KR-ingar máttu þola niðurlægjandi 0-7 tap er liðið tók á móti Víkingi í lokaumferð Bestu-deildar karla fyrir skiptingu. Með sigrinum skjótast Víkingar á topp deildarinnar, í það minnsta í bili. 14. september 2025 15:46