Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar 16. september 2025 12:00 Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun