Tottenham slapp með sigur eftir furðu­legt sjálfs­mark

Rulli setti mjög skrítið sjálfsmark á fjórðu mínútu.
Rulli setti mjög skrítið sjálfsmark á fjórðu mínútu. James Gill - Danehouse/Getty Images

Tottenham tók á móti Villareal í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar og vann 1-0 eftir að hafa fengið gefins mark snemma leiks.

Tottenham tók forystuna eftir aðeins fjórar mínútur með mjög furðulegu sjálfsmarki Luiz Junior. Markmaðurinn renndi sér út í teiginn og ætlaði að grípa fyrirgjöf en henti boltanum bara inn í eigið net. Hreint ótrúlegir taktar en Tottenham þakkaði kærlega fyrir það.

Gestirnir lögðu svekktir af stað í leit að jöfnunarmarki og urðu enn svekktari þegar dauðafæri fór forgörðum á 24. mínútu. Tajon Buchanan hitti ekki markið og Tottenham fór því með forystuna inn í hálfleikinn.

Villareal ógnaði aftur í upphafi seinni hálfleiks, á 55. mínútu, þegar Pepe skaut boltanum rétt framhjá. Líkt og hann hafði gert í fyrri hálfleik en úr mun betra færi í þetta sinn.

Pepe skaut aftur rétt framhjá, úr aukaspyrnu á 84. mínútu. Villareal var þá að sleppa í gegn en Micky van de Ven braut af sér, rétt fyrir utan teig, og var heppinn að sleppa með gult spjald en ekki rautt.

Tottenham slapp því með skrekkinn, eftir að hafa fengið gefins mark og vann 1-0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira