Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2025 09:00 Breiðablik jafnaði undir lokin gegn ÍBV en langt er síðan liðið vann leik í Bestu deild karla. vísir/diego Ástandið hjá Breiðabliki var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Íslandsmeistararnir hafa ekki unnið í sjö leikjum í Bestu deild karla í röð. Á mánudaginn gerði Breiðablik 1-1 jafntefli við ÍBV á Kópavogsvelli í 22. umferð Bestu deildarinnar. Liðið fékk aðeins tólf stig í seinni umferðinni og er átta stigum á eftir toppliði Víkings. „Það tikkar ekki allt þarna. Mér finnst vanta grimmd. Þeir fara ekki í annan bolta. Auðvitað eru þeir góðir þegar þeir eru með boltann og byrja sitt spil og annað slíkt. En Eyjamenn komust alltaf bak við boltann og stór hluti af sóknartilburðum Blika er þegar Eyjamenn eru allir komnir bak við boltann,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um stöðu Breiðabliks í Stúkunni. „Þeir eru í einhverjum hjólförum og ná sér ekki upp úr því. Þeir hafa ekki unnið sjö leiki í röð í deildinni. Það eru þrjú sæti sem gefa Evrópusæti og núna eru sex stig upp í mögulegt Evrópusæti og fimmtán stig í pottinum.“ Klippa: Stúkan - umræða um stöðu Breiðabliks Hefur svo sannarlega ekki gerst Baldur Sigurðsson hefur enga trú á því að Breiðablik nái Evrópusæti. „Alls ekki. Þeir hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 19. júlí, frá því Evrópukeppnin byrjaði hafa þeir ekki unnið leik. Maður ræðir fótbolta alls staðar og hefur alltaf sagt að þeir komist inn í þessa riðlakeppni og þá geta þeir andað léttar, hrökkvi í gang og komi sér að fullu inn í toppbaráttuna en það hefur svo sannarlega ekki gerst,“ sagði Baldur. Hann segir erfitt að festa fingur á það hvað hefur farið úrskeiðis hjá Blikum í sumar en augljósa svarið væri varnarleikurinn. Hvert er hlutverk Alfreðs? Sigurbjörn sér ekki marga ljósa punkta hjá Breiðabliki og finnst umræðan í kringum liðið neikvæð. „Mér finnst áran yfir Breiðabliki ekki góð. Nú eru þeir að röfla yfir því að það var framlengt við Dóra [Halldór Árnason, þjálfara] og helmingurinn í stjórn hafi ekki vitað það,“ sagði Sigurbjörn og strákarnir ræddu svo hlutverk Alfreðs Finnbogasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki. „Maður áttar sig ekki á því. Er þetta uppbyggingarhlutverk eða hvað?“ sagði Baldur. Breiðablik er í 4. sæti Bestu deildarinnar fyrir síðustu fimm leiki tímabilsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01 Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Á mánudaginn gerði Breiðablik 1-1 jafntefli við ÍBV á Kópavogsvelli í 22. umferð Bestu deildarinnar. Liðið fékk aðeins tólf stig í seinni umferðinni og er átta stigum á eftir toppliði Víkings. „Það tikkar ekki allt þarna. Mér finnst vanta grimmd. Þeir fara ekki í annan bolta. Auðvitað eru þeir góðir þegar þeir eru með boltann og byrja sitt spil og annað slíkt. En Eyjamenn komust alltaf bak við boltann og stór hluti af sóknartilburðum Blika er þegar Eyjamenn eru allir komnir bak við boltann,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um stöðu Breiðabliks í Stúkunni. „Þeir eru í einhverjum hjólförum og ná sér ekki upp úr því. Þeir hafa ekki unnið sjö leiki í röð í deildinni. Það eru þrjú sæti sem gefa Evrópusæti og núna eru sex stig upp í mögulegt Evrópusæti og fimmtán stig í pottinum.“ Klippa: Stúkan - umræða um stöðu Breiðabliks Hefur svo sannarlega ekki gerst Baldur Sigurðsson hefur enga trú á því að Breiðablik nái Evrópusæti. „Alls ekki. Þeir hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 19. júlí, frá því Evrópukeppnin byrjaði hafa þeir ekki unnið leik. Maður ræðir fótbolta alls staðar og hefur alltaf sagt að þeir komist inn í þessa riðlakeppni og þá geta þeir andað léttar, hrökkvi í gang og komi sér að fullu inn í toppbaráttuna en það hefur svo sannarlega ekki gerst,“ sagði Baldur. Hann segir erfitt að festa fingur á það hvað hefur farið úrskeiðis hjá Blikum í sumar en augljósa svarið væri varnarleikurinn. Hvert er hlutverk Alfreðs? Sigurbjörn sér ekki marga ljósa punkta hjá Breiðabliki og finnst umræðan í kringum liðið neikvæð. „Mér finnst áran yfir Breiðabliki ekki góð. Nú eru þeir að röfla yfir því að það var framlengt við Dóra [Halldór Árnason, þjálfara] og helmingurinn í stjórn hafi ekki vitað það,“ sagði Sigurbjörn og strákarnir ræddu svo hlutverk Alfreðs Finnbogasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki. „Maður áttar sig ekki á því. Er þetta uppbyggingarhlutverk eða hvað?“ sagði Baldur. Breiðablik er í 4. sæti Bestu deildarinnar fyrir síðustu fimm leiki tímabilsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01 Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01
Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17